sunnudagur, september 15, 2002

úff.. gærkvöldið var barasta snilld.. hófum leikinn heima hjá dave þar sem allt raven teymið var mætt í góðum fíling, brunuðum uppí mosó í bestastastasta fíling í geimi (ég,maggi,dave,bæring,anna svava og ási-geðveikt crowded bíll) var að börna með janice-hlátri og alls kyns útgáfum af honum, ábyggilega að gera öðrum lífið leitt - i don't care.. svo þegar komið var í mosó - hlégarð - var gjörsamlega ekki sála mætt.. það bara bergmálaði þegar við komum. en þegar leið á tímann fór eitthvað frekar fyndið lið að safnast saman og þegar dust stigu á sviðið vorum við skvísurnar, anna svava, jóna og vinkona hennar og helga og snúlli (hehe,skvísan) gerðum allt vitlaust á dansgólfinu, en að sjálfsögðu með viðeigandi sopa-pásum osfrv... það var ótrúlega gaman þarna, Afturelding, fótboltaliðið hans Berta var mætt í góðum gír og rifu sig allir úr að ofan (bjakk) og voru eitthvað að vera spasstískir, einn þarna sem eiginlega allt showið var tileinkað sem er að taka þátt í herra ísland?!?!?!ég spái ósigri.
En það var gaman og mér fannst ennþá skemmtilegra (hmmm) þegar einhver gáfulegur dvergur skallaði mig aftan í hnakkann með viðeigandi kúlu - alltaf gaman, hvað er málið með hnakkann á mér og skemmtun? óþolandi. long story.
svo var ferðinni heitið heim til gústa og perlu þarsem var róað niður fjörinu og svo bara heim að lúlla.
mikil skemmtun og mikið gaman... en ég er ekki alveg að nenna að sitja hérna mikið lengur langar að leggjast örlítið
bara until next time - adiu ... eða eikkva