fimmtudagur, september 19, 2002

bráðavaktin rúlaði feitt í gærkvöldi újé.. ég var annars að koma heim úr kvöldskólanum... var í litafræðinni í Dagskólanum í dag og svo fór ég í hrynþjálfun í fíh sem var massa stuð, ekkert smá challenging stuff :) Svo hálftíma eftir að það var búið þá fór ég í stærðfræði tíma í fb .. oh ég er duglegust .. ah.. badre þreyta dauðans að svífa yfir mig og ég er svo mikill aumingi að ég þarf svo mikið að sofa annars er ég alveg ómöguleg.. eins og ég byrjaði daginn nú fallega í dag: rak höfuðið í þegar ég ætlaði á rísa á fætur eftir mikil erfiði (undir súð sko) og svo rústaði ég nöglinni á leiðinni í skólann í bílnum og og og... svo varð dagurinn bara til hins betra...
ég og Hildur myndlistarvinkona vorum sammála í dag í leikfimi (badminton,jeij) að þetta sé skemmtilegasti tíminn í skólanum - EVER og að það þyrfti nú að hrista upp í þessu og detta ærlega í það öll saman,ætla að reyna að standa við þau orð - það væri snilld.. with mates included... hehe..ég sakna samt Ástu og að hanga með henni í matsalnum að spila og spjalla og Hönnu og teymisins... buhuhu en svona er þetta að vera í myndlist, maður fær ekki allt sem maður vill og hana nú.
Hlakka eiginlega til að fara að sofa því ég veit að ég get sofið lengur á morgun því ég þarf ekkert að mæta fyrr en 5 mín í tíu!!!!
sem er schnilld.......svo ætla ég að fá mér gat í eyrað á morgun ábyggilega og þarf að versla inn fyrir helgina, including: Möppu fyrir ljósmyndirnar mínar, tónfræðibækur osfrv... Myndu margir tíma að borga 2400 kr fyrir tvo pensla og sköfu??? ég var alveg á mörkunum..
jæja anyway... tenecious d eru bestir og það er ekkert annað sem heitir
góða nótt og góðan morgun