miðvikudagur, apríl 28, 2004



Ég er að missa vatn yfir disknum frá þessum gutta sem heitir Jamie Cullum og diskurinn heitir Twenty Something.. Ég hef bara sjaldan heyrt jafn svala rödd og geðbilaðar útsetningar... Gaurinn tekur Jeff Buckley, Jimi Hendrix, I'm Singing In The Rain svo eitthva sé nefnt og svo einhver 2-3 lög sem hann samdi.

EÐAL diskur og allir að hlusta sem hafa smekk fyrir góðri mjúsík.

Annars bara endalaus þreyta á mínum bæ, það er eitthvað stress yfir því að ég komist ekki til kína í sumar vegna einhverrar malaríusprautu sem ég má víst ekki fá en ég skal komast til botns í þessu máli.. HMMM! ég SKAL fara út!

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Jahér..
Haldiði ekki bara að yours truly sé ekki lengur kona einsömul! .. Bammbiramm!
Allt tilheyrandi byrjað, ógleði, sííííííþreyta og tilfinningasveiflur.. en samt alveg einstök og ótakmörkuð hamingja :) Hormónasveiflur verður eitthvað sem verður daglegt brauð héðan í frá - so I will ask all to bare with me..
sjitts..þetta er alveg ólýsanleg tilfinning !
Weeehoo!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

YoYo..

Var að koma úr leikfimi og er búin að vera hörkudugleg þessa vikuna og ætla að halda því áfram þartil ég fer út til kína í júlí ;D Eins gott að vera í góðu formi ef mar er að fara að ferðast eitthvað bigtime. oh yeah..

Er byrjuð að lesa Da vinci lykilinn og hún er alveg vægast sagt geðveik.. er komin einhverjar 200 bls.af stað og ég get ekki hætt. ég dýrka sona bækur sem maður festist í .. almennilegt!

Fór á Cold Mountain um daginn.. jújú, Nicole kidman&jude law í svaka ást og sorg, whatever.. jájá, fín og allt .. held ég vilji frekar High Fidelity í staðinn! Hananú!

Síðasta helgi fór í smá gleði á laugardagskvöldið og það var ljúft en ekki laust við frekar sjúklega þreytu á sunnudeginum..

Annars er ég ánægð (Leiðrétting: Mjög ánægð!) með aukatónleika Deep Purple.. ég missi sko ekki af miðasölunni fyrir aulaskap núna!!! Arrg!

Veit einhver hvenær miðasalan á Metallica byrjar? Og hvar?
Dammdiramm!

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Djöf man ég þegar peeps voru með "Snilld" á heilanum. Allt var snilld og allir voru snillingar. Kannski man ég þetta svona vel því að ég var gjörsamlega með þetta fast í hausnum á mér. Dammdiramm... !
Samt finnst mér "snilld" vera þvílíkt þungavigtarorð.. Talað var um Beethoven og Michaelangelo sem snillinga, ekki eitthvað trash fólk sem gerir eitthvað lala vel.

Pæling.

Mér er annars fáránlega illt í framan. Hví? Jú,ég er með ofnæmi. Snyrtivöruofnæmi.. Ef ég væri strákur væri þetta minna vandamál (Bah!) en goddarn it. Hugsa ég fari bara í smáralind og kaupi mér eitthvað fallegt til að komast yfir leiðindin ;)

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Var að fatta það að ég er búin að vera soldið dugleg að fara í bíó síðustu mánuði eða svo..

Hér kemur kvikmyndagagnrýni Erlu:


Byrjum á STARSKY&HUTCH -- hún var ágæt sosum, þunnt grín á köflum en engu að síður one-liners sem eru ódauðlegir hjá ice-crewinu (DO IT!DO IT!). owen&stiller eru kúl partnerar en mér finnst wilson alltaf einhvern veginn skemmtilegri..mér fannst hann líka fyndnari í zoolander og sona. ég veit ekki.. samt er stillerinn góður áðví!
Af fimm snjörnum, fær hún tvær og hálfa snjörnu...

AMERICAN SPLENDOUR-- alger snilld, gloom&doom og bitrari gaur hef ég varla séð í mynd á ævinni.
"Revenge of the neeeeerds" atriðið var stórfenglegt með ekkkert smá kostulegum
vin hans.
Fjórar snjörnur af fimm

ALONG CAME POLLY-- stilller enn og aftur, jújú, hann er fyndinn og jennifer aniston er fyndin líka.
Samt finnst mér hún ekkert til að hrópa húrra fyrir nema þá Hank Azaria sem
"the scooba instructer".. Zolid.. Like a hippo!
2 snjörnur af fimm

HIDALGO-- jisus minn.. þegar ég sá treilerinn fyrir einhverju síðan sagðist ég ætla sko ALGERLEGA að sjá þessa mynd .. well, ég hefði getað sparað mér geðheilsuna.. Aðra eins
leiðindamynd hef ég ekki séð lengi. jújú, gobbidigobb senurnar flottar og gobbidigobb
í eyðimörkinni alltaf spennandi, en viggo var bara ekki að meika sens því miður og
hann fór alveg með það þegar hann söng eitthvað indjánalag. hann missti kúlið.
1 og hálf snjarna (fyrir brellurnar og one-linerana td."Nobody hurts my horse")

WHALE RIDER-- falleg og flott, bara æðisleg í alla staði.. hef ósköp lítið að segja um hana nema bara
að ég mæli með að ALLIR sjái hana, töffarar sem aðrir...
5 snjörnur af 5..

SOMETHING'S GOTTA GIVE-- frekar fyndin, ég held samt að foreldrar mínir hafi skemmt sér betur yfir henni, enda
þetta miðaldarakrísudæmi þekki ég ekkert af viti. en nicholson fyndinn og ég sátt við
útkomuna.
3 af 5


PETER PAN
(með ensku tali of course)
-- algert ævintýri og ég alveg heilluð frá 1 mínútu til hinnar síðustu.. allt alveg hrikalega
flott og algert augnakonfekt
3.5 af 5

50 FIRST DATES
-- sandlerinn klikkar ekki og ég sátt.. frekar fokkt opp pæling en það er ekkert verra..
3.7 af 5

STUCK ON YOU-- djös viðbjóður. alger sori
0 af 5

THE PASSION OF THE CHRIST-- ööö. orð eru óþörf..held samt að ég horfi ekkert á hana aftur!
5 af 5

THE WHOLE TEN YARDS

-- hmm.. sorglegt framhald af fyrri myndinni sem er í miklu uppáhaldi hjá mér..
þunnt djók en bruce alltaf svalur. samt.. fyrri myndin miklu betri
3.5 af 5

SCHOOL OF ROCK

-- if ya'll know me, þá þarf ég ekkert að segja hvaða einkunn ég gef þessari mynd!
SNILLD.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

hahahaha....þessi gaur er náttúrulega alveg fáránlega fyndinn! Hvað er þetta sko...hahaha...
Ég GRÁTBIÐ EINHVERN UM AÐ REDDA MÉR MIÐUM Á DEEP PURPLE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

( Painter! Come colour up my life! )
*tár*

Veit einhver annasr hvenær miðasalan á metallica hefst? (fuckin' a hvað ég er að fara!)

mánudagur, apríl 05, 2004

jahér. djöf líður tíminn börnin mín ! ég hef ekkert blöggað frekar lengi, ekki vegna þess að ég sé upptekin eða góð með mig, ég bara einfaldlega hef ekki nennt því! Obbobbóoosíí!
Helgin fór í gleði - gleði á föst, þynnka á laug og pirringur á sunn (týpísk uppskrift?) ..
that's life ya'll..
fór á 50 first dates í gærkvöldi, hún var alveg ágæt barasta..
sá svo reyndar peter pan á laugardeginum(já.ég er 21 árs og ég elska svona ævintýra&teiknimyndir!) og hún var bara mega flott.. litir og allur pakkinn, algert augnayndi..

Annars mun orðið "páskafrí" ekki eiga við mitt líf þessa dagana.. þarf að passa mig aðeins að fara að safna meiri pening til að eiga fyrir inntökuprófum í hollandi í júní ..
bammbiramm.. hefur einhver hugmynd um hvað kostar að fljúga út td til amsterdam eða eikkvað ?

jæja..ég er alveg orðin dry í hausnum -- i'm gonna rushhh