föstudagur, nóvember 29, 2002

Góðan daginn
núna er ég mjög sálfræðileg og tók sona nokkur próf.. Hérna ætla ég að leyfa ykkur að sjá hvernig persónuleiki ég er:

Þetta fékk ég úr einhverju litaprófi:

Your Existing Situation
Sensitive; needs esthetic surroundings, or an equally sensitive and understanding partner with whom to share a warm intimacy.

Your Stress Sources
Unfulfilled hopes have led to uncertainty and apprehension. Needs to feel secure and to avoid any further disappointment, and fears being passed over or losing standings and prestige. Doubts that things will be any better in the future and this negative attitude leads her to make exaggerated demands and to refuse to make reasonable compromises.

Your Restrained Characteristics
Circumstances are such that she feels forced to compromise for the time being if she is to avoid being cut off from affection or from full participation.
The situation is preventing her from establishing herself, but she feels she must make the best of things as they are.

Your Desired Objective
Shelves her ambitions and forgoes her desire for prestige as she prefers to take things easily and indulge her longing for comfort and security.
Your Actual Problem
Disappointment and the fear that there is no point in formulating fresh goals have led to stress and anxiety. She wants congenial contact with others and scope for development, but feels that her relationships are empty and her progress impeded. She reacts with an intense and zealous activity designed to achieve her aims at all costs.

Alltaf gaman að leyfa Internetinu að ákveða hvernig maður er :o)
Annars var ég bara í smá pásu frá stærðfræðinni... Ekki ætla ég nú að eyða deginum í að láta sálgreina mig
ú mamma komin heim með möns! jeij







miðvikudagur, nóvember 27, 2002

daaaaaaah dauði og djöfull!!!

núna loksins eftir nokkra daga virkar blogspot ruslið hérna.. ANDSKO..... *hóst*...
Í kvöld er massíft svala sænska bandið Loop Troop að spila á Gauknum....
Hefst gamanið kl.21:00 og kostar 1200 kr. inn og 18 ára aldurstakmark.. En ekki einsog það sé eitthvað merkilegt því ég er ekki að fara :( Ég var náttúrulega búin að lofa því að passa systur mína og hundinn á meðan mamma sprellast í yoga...




allavega lilja ég vona að þú skemmtir þér þarna helvítið þitt...og ragga og co..djöfull

en ég veit að það sem yljar mér um hjartarætur er að ég get chillað yfir bráðavaktinni í kvöld kl.20.00.. djö snilld
En ég ætla að fara að læra smá stærðfræði maður vill ekki alveg vera mest latur er það nokkuð..

mánudagur, nóvember 25, 2002

Gott kvöld - ég er eiginlega að stelast alveg geðveikt í tölvuna því ég á víst að vera að læra stærðfræði..því eftir nákvæmlega viku verð ég að taka síðasta áfangann minn í stærðfræðiprófi, EVER... svo að ég verð víst að vera dugleg svo ég þurfi ekki að ganga í gegnum þennan sora aftur..
En smá gleði:

Í gærkvöldi fór ég á tónleika í F.Í.H. með píanóleikurunum Agnari Má og Ástvaldi, þetta var svona flygladúett..
Ég get ekki sagt neitt mikið um þetta nema að þetta voru töfrar frá A-Ö. þetta var massíf stemning flyglarnir voru sona í miðjunni og stólunum raðað í kringum þá þannig að maður sá þá, annað fólk og svo voru kertaljós útum allt...ekkert eðlilega rómó stemning, en okkur jónu tókst að halda aftur af okkur... hehe...


Aggi sæti sem hefur spilað nokkrum sinnum undir fyrir mig, hefur píanóleikinn í höndum sér.. það er einsog hann hafi verið fæddur inní þennan heim til að láta okkur stúlkurnar kikna í hnjánum vegna yndislegheitsins í honum og spila á píanó..
En nóg um það.. :o)
Svo þegar tónleikunum var lokið, fórum við maggi, berti og jóna í ísbúðina í álfheimum og fengum okkur massífan bragðaref, jóna fékk samt mest sem var mjög fyndið..hún er líka ábyggilega feitust af okkur öllum...eða þannig! svo þegar heim var komið horfðum við á endann á þættinum um Björk og horfði svo á tónleikana eftir á og ég get sagt ykkur það..ég hef eiginlega aldrei komist inní Bjarkar-thingið, ég meina..hún er monster söngkona og einlægt tónskáld en eftir að hafa séð hana þarna í gær.. úff alveg geðveik kella sko.. svo er hún líka svo sæt!


Ég veit ekki hvar Ísland væri án hennar.. sennilega í snjóhúsum :o)


Jæja nóg af röfli frá mér í bili.. LATER

ps.bráðavaktin eftir 2 daga!!!!

sunnudagur, nóvember 24, 2002

Góðan daginn...

Í gærkvöldi var tekið massíft á gleðinni..ég og Hildur heimsóttum hann Árna og kíktum á smá video.. Byrjuðum á því að horfa á Jay and silent Bob strike back



Ever so funny..
svo var horft á Airplane! sem er ... sennilega fyndnasta bíómynd í geiminum...




Þakka ykkur, Hildur&Árni fyrir massíft skemmtilegt hlæji kvöld :o)
Annars er ég bara í ruglinu og þarf að læra stærðfræði því eftir 8 daga fer ég í síðasta skipti í stærðfræðipróf!!!!!
I'm outty

föstudagur, nóvember 22, 2002

ps. mér gekk geðveikt vel í munnlega spænsku gaurnum !!!!!!!!!!!!!
djöfull.. ég skrifaði eitthva post um daginn sem fór ekki í gegn...og svo publishaði ég því áðan því það var ennþá inni???
DJÖÖÖ ég er ömurlegasti blogger á íslandi ábyggilega.. ef ekki svíþjóð.. (?)
Anywho.. ég fór á snilllllldar bíómynd áðan .. Harry Potter and the chamber of secrets..
tali nú hver fyrir sig og sérstaklega þá það fólk sem hefur lesið bækurnar og notið ævintýranna sem þær hafa upp á að bjóða.. og guð minn góður hvað þessi mynd var góð.. mér leið einsog ég væri barn að sjá flugelda í fyrsta sinn... !


Það fór líka temmilega með mig að horfa á professor Dumbledore þarsem að gaurinn er dáinn.. rip..


Jæja allavega...ég mæli þokkalega með þessari mynd fyrir þá sem fíla bækurnar, og árni.. i know your gonna like it !!! tórallí sko

annars var ég að skoða listaháskólann á íslandi í dag... í laugarnes dæminu og skipholtinu og ég verð að segja að það er massa fílingur í skipholtinu.. miklu meira cozy og stuff..hitt er bara einsog stofnun made to make you feel like sheitz? Mér leið þannig allavega...

jæja ég er farin að undirbúa mig fyrir morgundaginn, þeas. fara að sofa.. mikil stærðfræði vinna sem bíður mín í fyrramálið
chiao

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Jæja þá... þá er málið að takast á við eins og eitt stykki munnlegt spænskupróf í kvöld..eftir nákvæmlega 2 klst. og 20 mín.. *skjálfti*
Vonandi verður þetta mín síðasta glíma við munnlegt próf því að ef ég næ þessum áfanga í desember verð ég orðin stúdent í spænsku ..
beaware ! Múhahah... Beh.. jæja.. ég kemst ábyggilega ekki á Nick Cave af sökum peningaleysis og ég er ekki sátt. .. éG ætla að vera blindfull og ógeðsleg í staðinn...eða ekki..hehe
.. jæja boxið á laugardagskvöldið var gallsúrt .. hehe.. hvað er málið með stalkerinn hann Skúla "Tyson".. somebody give that man a kick in that ego of his.. eða krumpaða nefið.. en hann var góður sem skiptir væntanlega meira máli heldur en hvað hann lúkkaði ekki..
ég fór svo á Master of disguise í gærkvöldi með Magga og Lilju.. þessi mynd ætti pottþétt að heita Master of disgust..
My point taken???


Þessi mynd að ofan var reyndar úr fyndnu atriði...the turtle scene.. en var ein af 2 góðum senum.. *hóst*

mæli eindregið með þessari kellu.. Vanessa Rubin, hörkusöngkona og massa töffari


Jæja verð að fara að prenta út spænskuritgerðina sem ég þarf að skila í kvöld og sona..vera dugleg..
wish me luck ya'll
og í tilefni af spænskuprófinu mínu...
gjössovel, banderas ..


föstudagur, nóvember 15, 2002

Þessir þættir eru sennilega með þeim fyndnustu í geimi.. The family guy. og fyndnasti karakter ever er sá sem er á efri myndinni Stewie..




Anywho ég á mér ekkert líf á föstudagskvöldi allir úti að skemmta sér á meðan ég ætla bara að hangsa niðrí herbergi að glósa uppúr spænskubók og reyna að læra smá... ég er samt EKKERT að nenna því.. langar að liggja í leti með Sölku beibí og horfa á geðsjúkt fyndna bíómynd sem ég hef ekki séð í gær... En ég horfði einmitt á góða mynd í gær.. Sem heitir Sling Blade sem er með töffaranum Billy Bob



fimmtudagur, nóvember 14, 2002

úkí sælt veri fólkið
ég er alveg að verða of sein í stærðfræðitíma núna þannig að þetta verður nett stutt... Langaði bara að biðja ykkur um að kíkja á :
http://svt.se/hogafflahage/hogafflaHage_site/Kor/hestekor.html
Þetta er alveg..með því fyndnasta sem ég hef séð !! mar klikkar á hestana og býr til sona geðveikt svalan kór
ah...simple mind I am... var í hrynþjálfun áðan og var alveg þvílíkt ekki að ná þessum dularfulla takti sem kennarinn var með... Blah !!
Jæja.. ég er farin samt í drykkjarbindindi þar til 5.des þá verð ég búin í prófum
*cold turkey*
en ég þarf að drulle mig.. Pís i'm outta heeeere
ps. Allir sem hafa ekkert að gera í kvöld - fara á 22 á milli sona 10-11 leytið snilldarhljómsveitin ALBERT er að spila þar og kostar Ekkert inn !!! massa rokk og heví cool dæmi.. ég er bara ekki orðin tvítug buhuhuhuhu

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Bommmbiromm...
var í dag í ljósmyndaprófi þarsem ég massaði það sem ég vissi, ómassaði það sem ég vissi ekki osfrv..
fór svo í söngtíma hjá henni Kristjönu í fíh (sjáið skvísuna á myndinni fyrir neðan)
ég ætla svoleiðis að massa þetta 4.stigs próf sem ég tek í desember... YOOOOOOO

Annars þarf ég geðveikt að læra undir spænskupróf sem ég fer í í kvöld.. það mun eflaust ganga bara ágætlega..
En já by the way - ég massaði heila 9.8 í tónfræðiprófi núna um daginn ! Tak for, míns dúxinn í klassenum og alles... vúlala
Og ég er að deyja úr tilhlökkun því stóri sæti bróðir minn kemur heim 13.janúar frá hinni fornu Kína... wraaaaaaaar hvað ég hlakka til að hitta hann !!! BRo if uza be reading thisa i miss youuuu
oh en væmin
Svo held ég , svona bara í lokin, að nágranni minn sé með eitthvað samsæri gegn mér.. hann þvær bílinn í mössuðu frosti og bíður svo með eftirvæntingu eftir að ég keyri annaðhvort á aðra bíla eða renni á rassgatið af hálku...djöhhh .. sem munaði nú litlu um daginn hananú!!! jæja ætla að taka naríurnar úr görninni og fara að LÆRA...wish me llluuuuccckkkk ya'll !

ps.hversu kjánalegt er það að þegar maður stimplar inn "Erla Stefánsdóttir" í google leit - þá kemur mynd af einhverri Erlu sem er kennari í Grandaskóla - og mynd af álfum !!!!!! WHATS THE DEAL
nákvæmlega þessi mynd
|

sunnudagur, nóvember 10, 2002

og bara svona til að bæta við ógeðslegu líðanina mína - þá er systir mín að hlusta á svölu björgvins

baaaaaaaaaaaaaaaaaadreeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeehhhhhslaaaaaaaaaaaaaav
jeee

ég er svoleiðis að drepast úr þreytu á þessum myglaða sunnudegi þarsem ég fékk þann stórskemmtilega heiður að passa litla voffann minn þessa fyrstu nótt sem hún svaf hérna.. ekki það að hún hafi verið eitthvað stressuð eða að væla, nei nei ég var bara svo stressuð hvort hún væri ekki alveg örugglega á lífi og hvort það færi ekki vel um hana...waaa ég er orðin einsog einhver mest paranoid mamma.. en hún fékk nýtt nafn þegar hún flutti hingað inn og það er Salka .. mamma hennar heitir einmitt Valka og þess vegna sló það svona vel í gegn líka ... ég þarf að fara að skanna inn myndir af henni og troðfylla síðuna mína af þessum kjútass bollu beibí sem hún er.. i'm so in love with her ! En allavega.. helgin var mjög skemmtileg ,það var tekin skyndiákvörðun á föstudeginum í skólanum að nú skyldi sko vera djammað um kvöldið og herra hamstur henti gamla settinu bara út og við fylltum pleisið og það var bara MEST gaman ... takk árni fyrir skemmtilegt kvöld ! jamm svo var það bara ultimite þynnka í gærdag og þá fengum við lilla voffa og svo var ég að passa á meðan foreldrar mínir hrundu í það á uppskeruhátíð hestamanna ... ?!?!?!! don't ask me why við eigum ekki einu sinni hest.. ! lilja kíkti á sölku á meðan ég og maggi vorum þynnri en guð að passa unu sem var ágætt.. ekki mikil heilastarfsemi samt í gangi ... svo var ég geðveikt ákveðin í dag að drullast til að læra almennilega og byrjaði..og lærði smá en afleiðingar næturinnar sögðu til sín svo að ég steinsofnaði .. en ég er núna að skoða heimasíður á einhverjum líkamsræktarstöðvum, mig langar eiginlega ekki að hanga í worldclass mikið lengur ég er komin með soldið ógeð á þeim stað.. er með augastað á Baðhúsinu og langar að fara í sona body combat dæmi sem er bara fullkomið því ég þyki...tja afskaplega árásargjörn kona og þyrfti að fá almennilega útrás.. svona er þetta.. ég er hætt þessari leti og ég er hætt að drekka... þangað til í desember þartil ég er búin í prófunum.. jæja ég ætla að drulla mér í heim spænskunnar - adios amigos!

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

my life has changed...

jæja þá er enn einn meðlimur í fjölskylduna kominn...hún heitir Elsku Sunna og er 10 vikna Cavalier king charles spaniel hvolpur :) hún kom í fyrstu heimsóknina í dag og var alveg snar geðveik ! En svo leist henni bara ágætlega á okkur held ég og ætlar að koma aftur í heimsókn tvisvar áður en hún flytur alveg inn.. Myndin hérna fyrir neðan er ekki af henni en er mjööög líkt henni !
annars er hún ógurlega sæt og ljúf .... tíhí míns er glöðust í geimi.. veit samt ekki alveg með köttinn minn :/

sunnudagur, nóvember 03, 2002

EKKI GEFA MÉR BJÓR ÞAÐ SEM EFTIR ER AF ÁRINU

Þá er það með búið mál...ég er hætt að drekka...í gærkvöldi var massa stuð hjá okkur í myndlistarhópnum í fb... ég byrjaði reyndar á því að fara í mat til tengdó því hún var að flytja inní nýja massa flotta íbúð í bólstaðarhlíðinni (congrats babe) og maturinn átti að byrja geðveikt snemma af því að ég var að fara (some people really do love me!!!) og átti að vera hálf sjö, sjö... en svo hálf átta þegar ég var á leiðinni út í keilu kom matur og ég náði að hamstra örlítið salat og drekka fullt af rauðvíni..sem var ekki nógu gott því einhver bjórdrykkja hafði átt sér stað og engin matarneysla.. *hóst* svo kom Ragga og ofurkeilarinn hennar hann Davíð að sækja mig..og við rúlluðum í keilu.. ok ég byrjaði á því að sökka feitt í þythokkí... svo sökkaði ég feitast í fyrsta keiluleiknum.. en reyndar var ég betri í þeim nr.2 .. var næstbest :) En ég lúkkaði best af öllum og það er staðreynd ! svo var ferðinni heitið í survivor kjallarann hennar röggu þarsem kneift var enn meira öl og farið í drykkjuleik sem að... yes you guessed it - ég sökkaði feitt í.. ég mundi aldrei einhverjar ASNALEGAR reglur þarsem mar má bara benda með olnbogunum (sem maður heyrir reyndar líka með..different story) og halda fyrir augað og eitthvað ógisslega asnalegt.. kommonn hver BENDIR MEÐ OLNBOGANUM (nema örvhent fólk..) .. alveg búið á því.. svo þegar ég var búin að sökka feitt í því fórum við í twister sem var mjööööög skemmtilegt... ég sökkaði líka þar... eh jammz ég endaði einhvern veginn alltaf með rassinn útí loftið þegar árni var að snúa... hildur var líka eitthvað að stríða mér sem gekk ekki vel upp .. en við nýttum pissukortið vel.. eh...long story .. hehe.. jæja svo bara varð ungfr.erla á rassgatinu.. í fyrsta skipti í langan tíma þarsem allt samband milli heila og líkama splittast gjörsamlega.. hvað er t.d málið með að setjast í snakkskál ? og að hella niður ? ég las ekki í vogue að það væri inn að gera það núna .. badre.. svo að ég fór bara á bömmer og fékk far hjá henni Fríðu blíðu til tengdó þarsem vinir mínir voru gjörsamlega á perunni..sem var gott því mér leið vel þar :) I FELT AT HOME! svo í dag horfði ég á upptökur frá leiknum "Hver er ég" sem er svona actionary..og þar var gert óspart grín að mér fyrir að hafa misst kúlið einu sinni í sumarbústað þarsem .. jæja..ég missti kúlið ! ég nenni ekki útí solleis sögur.. svo vaknaði ég alltof snemma í dag og allt er búið að vera í tómu tjóni.. á eftir að búa til fyrirlestur sem ég þarf að flytja á morgun í söngvinnubúðum í fíh og arrrrrrrg...
en á morgun annað kvöld erum við familían að fara að skoða hvolp :) :) :) etta er stelpuvoffi og er víst óóógurlega sæt... en það má ekki leyfa henni að eignast hvolpa, don't ask me why.. sem kannski reddar bara málunum.. en hann kostar ekki nema 110.000 ! ..*hóst* ekki nema.. jæja núna er möst að fara að gera eitthva í þessu dæmi fyrir fíh, eða kannski bara horfa á sjónvarpið og prjóna og vera elliær.. baaaaaaadre

EKKI GEFA MÉR BJÓR.. ÞANGAÐ TIL NÆSTU HELGI...




ég var samt ekki jafn kjánaleg og þessi fulli dvergur.. er þetta kannski árni ?

föstudagur, nóvember 01, 2002

Girl Poem
A poem for us....


I shave my legs,
I sit down to pee.
And I can justify
any shopping spree.

Don't go to a barber,
but a beauty salon.
I can get a massage
without a hard-on.

I can balance the checkbook,
I can pump my own gas.
Can talk to my friends,
about the size of my ass.

My beauty's a masterpiece,
and yes, it takes long.
At least I can admit,
to others when I'm wrong.

I don't drive in circles,
at any cost.
And I don't have a problem,
admitting I'm lost.

I never forget,
an important date.
You just gotta deal with it,
I'm usually late.

I don't watch movies,
with lots of gore.
Don't need instant replay,
to remember the score.

I won't lose my hair,
I don't get jock itch.
And just cause I'm assertive,
Don't call me a bitch.

Don't say to your friends,
Oh yeah, I can get her.
In your dreams, my dear,
I can do better!

Flowers are okay,
But jewelry's best.
Look at me you idiot...
Not at my chest!!!!

I don't have a problem,
With Expressing my feelings.
I know when you're lying,
You look at the ceiling.

DON'T call me a GIRL,
a BABE or a CHICK.

I am a WOMAN.

Get it?, you DICK!?!


that's for all the ladies out there yaaaaaaaaaahoooeeees..hehe...
massað var að koma úr magnaðri innkaupaferð.. skór og peysa- check
pís

dauði.is

Massa dauði í gangi... er búin að vera þvílíkt slöpp á því síðustu daga og er alveg að steypast á botninn, með heví beinverki og kvef og læti.. en það hindrar mig ekki fyrir annað kvöld, því þá verður mikil gleði og mikið gaman og ég skil bara veikindin eftir heima ! myndlistarhópurinn mun reunia og djamma mikið skemmtilega, byrjað á keilu og svo framvegis... en núna stefni ég á að kaupa mér skópar eða svo með mömmu minni og skoða okkur um í þessu ógeðslega veðri og sennilega halda okkur heima í kvöld og horfa á hundabíómyndir af því okkur langar svo í hvolp :(
en jibbíjeij allir að njóta helgarinnar
og njóta ásta

alltaf gaman