En smá gleði:
Í gærkvöldi fór ég á tónleika í F.Í.H. með píanóleikurunum Agnari Má og Ástvaldi, þetta var svona flygladúett..
Ég get ekki sagt neitt mikið um þetta nema að þetta voru töfrar frá A-Ö. þetta var massíf stemning flyglarnir voru sona í miðjunni og stólunum raðað í kringum þá þannig að maður sá þá, annað fólk og svo voru kertaljós útum allt...ekkert eðlilega rómó stemning, en okkur jónu tókst að halda aftur af okkur... hehe...
Aggi sæti sem hefur spilað nokkrum sinnum undir fyrir mig, hefur píanóleikinn í höndum sér.. það er einsog hann hafi verið fæddur inní þennan heim til að láta okkur stúlkurnar kikna í hnjánum vegna yndislegheitsins í honum og spila á píanó..
En nóg um það.. :o)
Svo þegar tónleikunum var lokið, fórum við maggi, berti og jóna í ísbúðina í álfheimum og fengum okkur massífan bragðaref, jóna fékk samt mest sem var mjög fyndið..hún er líka ábyggilega feitust af okkur öllum...eða þannig! svo þegar heim var komið horfðum við á endann á þættinum um Björk og horfði svo á tónleikana eftir á og ég get sagt ykkur það..ég hef eiginlega aldrei komist inní Bjarkar-thingið, ég meina..hún er monster söngkona og einlægt tónskáld en eftir að hafa séð hana þarna í gær.. úff alveg geðveik kella sko.. svo er hún líka svo sæt!
Ég veit ekki hvar Ísland væri án hennar.. sennilega í snjóhúsum :o)
Jæja nóg af röfli frá mér í bili.. LATER
ps.bráðavaktin eftir 2 daga!!!!