sunnudagur, nóvember 10, 2002

jeee

ég er svoleiðis að drepast úr þreytu á þessum myglaða sunnudegi þarsem ég fékk þann stórskemmtilega heiður að passa litla voffann minn þessa fyrstu nótt sem hún svaf hérna.. ekki það að hún hafi verið eitthvað stressuð eða að væla, nei nei ég var bara svo stressuð hvort hún væri ekki alveg örugglega á lífi og hvort það færi ekki vel um hana...waaa ég er orðin einsog einhver mest paranoid mamma.. en hún fékk nýtt nafn þegar hún flutti hingað inn og það er Salka .. mamma hennar heitir einmitt Valka og þess vegna sló það svona vel í gegn líka ... ég þarf að fara að skanna inn myndir af henni og troðfylla síðuna mína af þessum kjútass bollu beibí sem hún er.. i'm so in love with her ! En allavega.. helgin var mjög skemmtileg ,það var tekin skyndiákvörðun á föstudeginum í skólanum að nú skyldi sko vera djammað um kvöldið og herra hamstur henti gamla settinu bara út og við fylltum pleisið og það var bara MEST gaman ... takk árni fyrir skemmtilegt kvöld ! jamm svo var það bara ultimite þynnka í gærdag og þá fengum við lilla voffa og svo var ég að passa á meðan foreldrar mínir hrundu í það á uppskeruhátíð hestamanna ... ?!?!?!! don't ask me why við eigum ekki einu sinni hest.. ! lilja kíkti á sölku á meðan ég og maggi vorum þynnri en guð að passa unu sem var ágætt.. ekki mikil heilastarfsemi samt í gangi ... svo var ég geðveikt ákveðin í dag að drullast til að læra almennilega og byrjaði..og lærði smá en afleiðingar næturinnar sögðu til sín svo að ég steinsofnaði .. en ég er núna að skoða heimasíður á einhverjum líkamsræktarstöðvum, mig langar eiginlega ekki að hanga í worldclass mikið lengur ég er komin með soldið ógeð á þeim stað.. er með augastað á Baðhúsinu og langar að fara í sona body combat dæmi sem er bara fullkomið því ég þyki...tja afskaplega árásargjörn kona og þyrfti að fá almennilega útrás.. svona er þetta.. ég er hætt þessari leti og ég er hætt að drekka... þangað til í desember þartil ég er búin í prófunum.. jæja ég ætla að drulla mér í heim spænskunnar - adios amigos!