sunnudagur, mars 30, 2003

góðan sloppy snjóaðan sunnudag.....
er búin að sitja við tölvuna í heillangan tima að setja inn myndir frá því þegar ég var í partýi á föstudagskvöldið sl. það var alveg með ólíkindum skemmtilegt og afraksturinn hvorki meira né minna en ca.130 myndir (og að sjálfsögðu er maður inná þeim flest öllum!haha) ..þegar að ég verð búin að redda flottari síðu þá verður massíf myndasíða þarsem þessar myndir munu sjá lífsins ljós og þá verður glatt á hjalla...væntanlega...allavega hjá mér..

fór á Chicago í gærkvöldi.. hún var sosum alltílæ..hún er ekki óskarsverðlaunahæf fannst mér en hún var alveg dágóð skemmtun...kannski af því að ég kann söngleikinn næstum því utanað? maður veit ekki.. c.zeta-jones fannst mér lang best og renee zellweger fór alveg næstum því í taugarnar á mér.. obbosí..sona er þetta

jæja..coldplay búinn að vera á repeat í eyrunum á mér sl.klukkutímann þannig að ég ætla að hressa upp á eyrun, einsog til dæmis með hmm...jeff buckley...eða jeff buckley..annað hvort...

jæja..until later
pís

þriðjudagur, mars 25, 2003

*
Jahér. Maður er orðinn "ekta" bloggari þegar maður fær símtöl og er skammaður fyrir að blogga ekkert!!! How hilarous!!!!
Er að fara að búa mig undir að keyra til Kef og sækja kallinn sem lendir bráðlega .. búmmtsjigga.. mjög skemmtilegt en veðrið er þó ekki nógu gott ("my mama always said, if somebody starts to talk about the weather - hold on to your wallet") ...
... Ekki mikið að segja frá eða að fara að gerast... Nema.. Ég mæli með að allir sem eru húsum hæfir skelli sér á Músíktilraunir nk.fimmtudagskvöld..og hvetja Kef bandið (sem ég veit ekki hvað heitir -THANKS ALOT) þarsem Jói er að tromma, til dáða, gefa þeim stig og gera lokakeppnina eitthvað sem er varið í .. fyrst þið gátuð ekki kosið Lunchbox áfram, þá verðiði að hjálpa þessu bandi áfram.. Straight up.. Það er ekki haglél sem er að koma úr himninum... pottþétt bara snjóhvítir fótboltar sem dynja á þakinu.. skerí stöff.
er búin að vera massa slöpp sl. dagana en maður lætur það ekki aftra sér úr hinu daglega amstri ! Oh no you won't...
jæja.. ætla að fara að klæða mig vel..búhúhúhú..keyra aaaaalein til kef..
hey já..er komin með svona pínulítið á aðra síðu, http://youthzero.fcpages.com það er reyndar ekki mikið varið í hana núna en hún er í vinnslu.........alrighty...búin að blogga allavega smá. STOP THAT WHINING..hehehehe..
luv

föstudagur, mars 21, 2003

við ættum að vera fegin að það rigni regni hérna á íslandi því það rignir einhverju allt öðru í írak núna..

þriðjudagur, mars 18, 2003

gott kvöld.. ég skrifaði heljarinnar blogg rusl í gærkvöldi og mér til mikillar "gleði" ákvað þetta helvítis blogspot.com að ég gæti bara ekkert sett þetta inná síðuna.. og ég alltaf svo fullorðin og þrjóskuð að ég varð massa fúl og ákvað að skrifa ekkert aftur. Alveg mest pirruð sko. . dagurinn í dag var öðruvísi.. fór með árna á þingvelli þarsem hann var að taka myndir af mínus fyrir metal hammer.. mjög kúl sko.. svo kom ég heim, varð geðvond af þreytu og fór svo að eta...horfði á Amazing Race og DJÖFULL OG HELVÍTI!!!!!!!!!!!!!!!! Liðið mitt TAPAÐI!!!! vá ég varð svo fúl og reið...!!!!
Svo ákvað herra Sölvi að vera að vinna í kvöld svo að við gátum ekki æft .. þannig að ég horfði á amazing race, varð pissfúl og henti mér bara í worldclass þarsem ég djöflaði úr mér pirringnum...keypti mér sprite zero á heimleiðinni og sit hér bara núna, spök og ánægð... jæja tilbúin til að skrifa heljarinnar bull núna.

Skrifaði heilan helling í gær um Hell is for Heroes tónleikana í gær og er eiginlega ekki að nenna að skrifa það allt upp..skrifa bara svona eitthvað smá... Fimmtudagurinn síðasti var einmitt mjög dularfullur því ég ætlaði að henda mér í Grease auditionið og fór þá á hótel holt kl.6 og beið í ca 1 og hálfan tíma í röð eftir númeri og fékk svo loks númer 99... já og tveir tímar í prufuna!! Oh god, þá var tíminn náttúrulega að renna mér úr greipum þannig að ég ákvað að fara bara á Gaukinn og sjá til hvernig stemningin væri hvort maður myndi hlaupa bara yfir...
Svo mættum ég, Hildur, Árni, Jói, Elmar og e-r þýskur skiptinemi, Tobias, sem var með jóa, kl. 8...héldum náttúrulega að það yrði troðið og svo þegar við komum bergmálaði pleisið næstum því..alveg glatað...sátum svo og drukkum bjórbjórbjór til hálf tíu ca og þá stigu einmitt Brain Police á stokk. Ég er náttúrulega alveg h00ked á þessu bandi , mér finnst þetta svo gott rokk að ég nenni eiginlega ekki að reyna að lýsa því fyrir ykkur... mjög gott show og enn og aftur...geðveikt band.. svo kom mér reyndar á óvart að Mínus yrðu ekki næstir, heldur Hell is for Heroes og vá. ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hafði nú alveg heyrt lítið með þeim en heyrt þó nóg til að vita að mig langaði mikið að vera þarna!!! Og ég var sátt kona..algerlega... eftir HIFH stigu mínus á stokk og jiddúddamía... þessi þróun þeirra á síðastliðna árinu ca. hefur verið alveg að gera sig.. ég fíla þetta söngdæmi hjá krumma, öskrin í gamla mannaskítsdagana voru skemmtileg en ég fíla þetta mjöög vel.. þröstur var alveg að gera sig í lúkkinu í bandinu..ívar var eitthvað of "rólegur"...
allavega..langt síðan maður fór á tónleika og ÖLL böndin voru að gera sig.. ég var eins sátt og lítill spastískur api og brosti einsog fíbbl alla tónleikana..
þess má geta að undirrituð sést einmitt á myndinni hans Árna í Mogganum í dag, þarsem maður stóð við sviðið þegar Hell is for Heroes voru að spila!!! já og ef þið viljið skoða myndir af tónleikunum þá bara kíkja á síðuna hans..mjög svalar !
jæja...tók helginni með stóískri ró og gerði ekki mikið nema horfa á sjónvarp og sofa..sem er gott svona einstaka sinnum... svo kemur Maggi heim eftir viku þannig að maður er farinn að telja niður dagana í hann...ef ekki klukkutíma...gæti ekki talið mínúturnar því ég er svo ömurleg í stærðfræði :)
well.. ætla að henda mér í náttföt og fara að lúlla bara.. gott að fara snemma að sofa svona einu sinni...

föstudagur, mars 14, 2003

nenni ekki að skrifa neitt mikið en ég fann þetta í viðtali við mínus á síðunni þeirra og well... it cracked me up!
Tónleikarnir í gær voru brilli, skrifa um það síðar.

Nú eruð þið oft nefndir í sömu setningu og hljómsveitir eins og Limp Bizkit og Korn. Hvað finnst ykkur um það?
- Það er mjög leiðinlegur misskilningur hjá fólki sem pælir ekki neitt í þessari tónlist. Það heldur bara af því við erum ekki í leðurbuxum og með sítt hár að þá séum við í einhverjum hipp hopp pælingum.


Nú er aðeins ein rokkútvarpsstöð á landinu sem segist sjálf vera eina radíóið sem rokki. Þeir eru ekki að spila ykkar tónlist, þetta skiptir án efa miklu máli fyrir hljómsveit að fá spilun í útvarpi. Hver eru ykkar skilaboð til Radíó-X?
- Þeir rokka bara ekki rassgat.

miðvikudagur, mars 12, 2003

sjitturinn. núna er erfitt að vera til... ! var í worldclass einsog mesta gimp í dag og þvílíkt puð.. god damnit! jæja mar lifir af! ..
ég hef mjööög lítið að skrifa núna, er bara í ruglinu af þreytu og ætla því ekkert að skrifa neitt. myndi hvorteðer ekki meika sens.
en ég skal skrifa þó eitt í lokin...
DjÖFULLI hlakka ég til að fara á Hell is for Heroes á morgun!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

mánudagur, mars 10, 2003

gott kveld gott fólk. var að koma heim úr skólanum, þarsem reyndar var enginn tími því vistfræðikennarinn minn var veikur...sem er mjög gott. en ég fékk mér bara sæti og las jarðfræði enda er ég svo samviskusöm... búmmtsjigga. en vá...djöfulsins skítakuldi!! og þar af leiðandi, djöfs. þreyta sem fylgir því! Alveg glatað sko. algerrrrlega. .... !!! fékk 7 úr tónfræði prófi í dag, sem er kúkur rassgat og helvíti hvað það er asnalegt.. We is not feelin dat!! (ég er búin að bölva nett, bara svona þó ég sé nýbyrjuð að skrifa...mér er reyndar svo kalt á puttunum þannig..) .. .. .. . mér var hugsað back a few years... það var alveg geðveikt fyndin umræða í gangi.. það var þegar það kom í fréttunum (hef ábyggilega skrifað þetta e-n tímann, bara svo fyndið!) að heill farmur af gúmmíöndum hafi dottið fyrir borð af einhverju farmskipi sem var eitthvað að sigla í ruglinu.. það var meirað segja búið að reikna það út að miðað við straum sjósins og allt það þá myndu allar þessar endur enda hérna! á ströndum íslands. sem er alger snilld.. þannig að ég ákvað að gerast djörf og stofnaði sona "félag" þarsem við myndum redda okkur trukk og bjarga öllum þessum stórskemmtilegu öndum úr háska sjósins! Það var líka alveg amazing hvað það var fyndið hvað mikið af fólki ákvað að vera með.. held samt að sumir hafi haldið að þetta væri djók. sem það var ekki allavega ekki hjá mér! .. ég bíð enn þann dag í dag, með mjólkurfötuna í ullarpeysunni við sjávarföllin og bíð .. og bíð. og bíð....

sunnudagur, mars 09, 2003

sjitturinn hvað ég er orðin slöpp í þessu blogg dæmi. biðst afsökunar!
þó langar mig að byrja þessi skrif á því að óska stóra bróður mínum til hamingju með afmælið þvi hann Arnar Steinn er orðinn hvorki meira né minna töttögö og feemmm ára!!!! luv you bro
jæja.. where to begin. jæja byrjum á miðvikudagskvöldinu þarsem ég,Jakob og Jói hressi frá keflavík fórum á Black Sabbath Tribjút tónleikana á gauknum.. alger skandall sko.. stóð að þetta ætti að byrja kl.9 og við mætt þarna í góðum gír rétt fyrir og gjöriðisvovel hvað við þurftum að standa í röð lengi til að komast inn því það voru e-r bönd actually að soundtjékka þegar við vorum komin !!
svo þrykkti maður sér í sæti og beið eftir gleðinni.bandið Diagon byrjaði og það var ekki gott. svo kom solid i.v. (veit náttúrulega ekkert hvernig þetta er skrifað) og það var bara nokkuð nett. Svo Botnleðja,sem er alltaf gaman að heyra í..og þá Sólstafir sem mér fannst bestir þetta kvöld, langþéttastir og bestir bara.. svo sign sem kláraði þetta og ég átti bara nett bágt yfir því.. finnst bandið cool en .. lúkkið er eitthvað sem mætti athuga tvisvar. þó ég sé nú ekkert að dissa ragnar zólberg eða egil af því að..well.. við erum skyld! enda vann mar með agli (buttercup-ber) á leikskóla sl.sumar og föttuðum þar að afar okkar eru bræður. stórskemmtilegt.
svo kom að fimmtudeginum þarsem ferðinni var haldið á árshátíðina hjá fb. reyndar chilluðum ég og árni heima hjá hildi áður en ballið var og sötruðum eins og alltofmarga bjóra þar.. horfðum á gettu betur og ég röflaði í pabba hennar hildar alla leið niðrí bæ um hvað Arsenal sé besta lið í heimi - og hann alveg stórkostlega sammála mér í þeim málum!. .. thank you very nice.
þar var dansað og brosað og dansað og svitnað og .. já já svo var bara beil heim og mætt í skólann kl.10 næsta morgun.. og svo beilaði ég í hádeginu og fór uppí rúm og steinsofnaði enda erfitt kvöld framundan...... lilja kom seint og síðar heim til mín og fórum svo til jakobs í kópavogi þarsem hann og snúlli voru að sötra. drukkum þar og svo beiluðu herrarnir á okkur og fóru á players á eitthvað austfirðingaball að hitta stelpur! (How lame?hehehehe) og við lilja plebbuðumst bara niðrí bæ og skelltum okkur inná nelly's, þarsem þessi staður er ógeðslegur og asnalegur og maður ætlar aldrei inná hann aftur, þá urðum við náttúrulega að fara... enda ekkert mjög mikið af fólki... þegar við sátum þarna tvær lentum við í ýmislegu fyndnu, m.a. þá kom e-r gamall kall upp að okkur og spurði okkur hvort við værum lesbíur og svona... við bara "jájá" og þá fór hann og settist á borð á móti okkur og.. hehe.. þá komu tveir aðrir kallar upp að okkur og sögðu "hey..þessi gæji var að segja að þið væruð hórur...er það rétt?".. útskýrðum nett fyrir þeim að hann hefði obviosly verið að misskilja aaaaðeins! við hlógum okkur bara nett máttlausar yfir þessu öllu. svo kom hildur inn á nelly's og chillaði með okkur og svo seinna komu Toggi og einhver vinur hans og chilluðu með okkur.
svo kom að pirringi kvöldins.. gamall vinur okkar lilju sem heitir daði var þarna algerlega á rassgatinu og lét okkur dömurnar ekki vera.
nánari lýsingar má sjá á síðunni hans togga því ég er ómögulega ekki með skapið til að rifja þetta allt upp. en hann fór í taugarnar á mér : ) (þetta átti að vera svona sækó broskall) eitt orð á hann samt: SVEITTUR. svo í gær var ég bara heima hjá mér að horfa á sjónvarp og njóta the sweet life with my family... sem var mjög gott.. svo bara vaknaði ég og fór að lesa jarðfræði því það er að fara að líða að prófi hjá dömunni.... sem er ekki nógu gott.
jæja.. búin að bæta örlítið upp fyrir að nenna ekki hafa skrifað hérna. aight
pís

þriðjudagur, mars 04, 2003

jæja góðan dag. sit hér að krókna úr kulda og tiltölulega nývöknuð....búin að hóa á æfingu og hef svona tilhlökkunartilfinningu í mallanum enda alltaf ótrúlega gaman að spila.. Í dag byrjuðu sæludagar Fb og ég fór í keilu kl.10.. tók einn leik með hildi,árna og eydísi sem var alveg glatað, ég gat ekki görn. kom togga soldið á óvart held ég því ég var nýbúin að lýsa yfir óbilandi hæfileikum mínum í keilu. tekinn. stefnan var svo tekin á nonnabita þarsem luncharinn var tekinn...svo fundur kl.13 þarsem magnús skarphéðinsson hélt fyrirlestur um "dulræn mál".. það var alveg nett kúl sko.. svo söngtími kl.15 með davíð þór og önnu siggu (sem söbbar fyrir Kristjönu kennarann minn á meðan hún er að dúllast í nýja litla barninu sínu!) sem var mjög skemmtilegt. tókum "twisted" og "the thrill is gone"(sem er ekkert smá nett í útgáfunni hjá Chet Baker...)alltaf gaman að því. svo kom ég bara heim og lagðist uppí sófa og varð bara "signed out" heheeh.. svo maður noti tölvunörda tal.
annars er ég bara soldið mikið að sakna Magga, d.u.s.t. tóku fyrsta showið sitt í gærkvöldi ásamt Freakhouse (Virgil Donati á trommur) og það gekk bara nokkuð vel. æj ég er eitthvað eirðarlaus..... ætla bara að fá mér smá munch og heyra í strákunum mínum hvort það sé ekki mál, að munda hljóðfærin og rokka örlítið út í oblivion............................................................