þriðjudagur, mars 04, 2003

jæja góðan dag. sit hér að krókna úr kulda og tiltölulega nývöknuð....búin að hóa á æfingu og hef svona tilhlökkunartilfinningu í mallanum enda alltaf ótrúlega gaman að spila.. Í dag byrjuðu sæludagar Fb og ég fór í keilu kl.10.. tók einn leik með hildi,árna og eydísi sem var alveg glatað, ég gat ekki görn. kom togga soldið á óvart held ég því ég var nýbúin að lýsa yfir óbilandi hæfileikum mínum í keilu. tekinn. stefnan var svo tekin á nonnabita þarsem luncharinn var tekinn...svo fundur kl.13 þarsem magnús skarphéðinsson hélt fyrirlestur um "dulræn mál".. það var alveg nett kúl sko.. svo söngtími kl.15 með davíð þór og önnu siggu (sem söbbar fyrir Kristjönu kennarann minn á meðan hún er að dúllast í nýja litla barninu sínu!) sem var mjög skemmtilegt. tókum "twisted" og "the thrill is gone"(sem er ekkert smá nett í útgáfunni hjá Chet Baker...)alltaf gaman að því. svo kom ég bara heim og lagðist uppí sófa og varð bara "signed out" heheeh.. svo maður noti tölvunörda tal.
annars er ég bara soldið mikið að sakna Magga, d.u.s.t. tóku fyrsta showið sitt í gærkvöldi ásamt Freakhouse (Virgil Donati á trommur) og það gekk bara nokkuð vel. æj ég er eitthvað eirðarlaus..... ætla bara að fá mér smá munch og heyra í strákunum mínum hvort það sé ekki mál, að munda hljóðfærin og rokka örlítið út í oblivion............................................................