nenni ekki að skrifa neitt mikið en ég fann þetta í viðtali við mínus á síðunni þeirra og well... it cracked me up!
Tónleikarnir í gær voru brilli, skrifa um það síðar.
Nú eruð þið oft nefndir í sömu setningu og hljómsveitir eins og Limp Bizkit og Korn. Hvað finnst ykkur um það?
- Það er mjög leiðinlegur misskilningur hjá fólki sem pælir ekki neitt í þessari tónlist. Það heldur bara af því við erum ekki í leðurbuxum og með sítt hár að þá séum við í einhverjum hipp hopp pælingum.
Nú er aðeins ein rokkútvarpsstöð á landinu sem segist sjálf vera eina radíóið sem rokki. Þeir eru ekki að spila ykkar tónlist, þetta skiptir án efa miklu máli fyrir hljómsveit að fá spilun í útvarpi. Hver eru ykkar skilaboð til Radíó-X?
- Þeir rokka bara ekki rassgat.