þriðjudagur, mars 18, 2003

gott kvöld.. ég skrifaði heljarinnar blogg rusl í gærkvöldi og mér til mikillar "gleði" ákvað þetta helvítis blogspot.com að ég gæti bara ekkert sett þetta inná síðuna.. og ég alltaf svo fullorðin og þrjóskuð að ég varð massa fúl og ákvað að skrifa ekkert aftur. Alveg mest pirruð sko. . dagurinn í dag var öðruvísi.. fór með árna á þingvelli þarsem hann var að taka myndir af mínus fyrir metal hammer.. mjög kúl sko.. svo kom ég heim, varð geðvond af þreytu og fór svo að eta...horfði á Amazing Race og DJÖFULL OG HELVÍTI!!!!!!!!!!!!!!!! Liðið mitt TAPAÐI!!!! vá ég varð svo fúl og reið...!!!!
Svo ákvað herra Sölvi að vera að vinna í kvöld svo að við gátum ekki æft .. þannig að ég horfði á amazing race, varð pissfúl og henti mér bara í worldclass þarsem ég djöflaði úr mér pirringnum...keypti mér sprite zero á heimleiðinni og sit hér bara núna, spök og ánægð... jæja tilbúin til að skrifa heljarinnar bull núna.

Skrifaði heilan helling í gær um Hell is for Heroes tónleikana í gær og er eiginlega ekki að nenna að skrifa það allt upp..skrifa bara svona eitthvað smá... Fimmtudagurinn síðasti var einmitt mjög dularfullur því ég ætlaði að henda mér í Grease auditionið og fór þá á hótel holt kl.6 og beið í ca 1 og hálfan tíma í röð eftir númeri og fékk svo loks númer 99... já og tveir tímar í prufuna!! Oh god, þá var tíminn náttúrulega að renna mér úr greipum þannig að ég ákvað að fara bara á Gaukinn og sjá til hvernig stemningin væri hvort maður myndi hlaupa bara yfir...
Svo mættum ég, Hildur, Árni, Jói, Elmar og e-r þýskur skiptinemi, Tobias, sem var með jóa, kl. 8...héldum náttúrulega að það yrði troðið og svo þegar við komum bergmálaði pleisið næstum því..alveg glatað...sátum svo og drukkum bjórbjórbjór til hálf tíu ca og þá stigu einmitt Brain Police á stokk. Ég er náttúrulega alveg h00ked á þessu bandi , mér finnst þetta svo gott rokk að ég nenni eiginlega ekki að reyna að lýsa því fyrir ykkur... mjög gott show og enn og aftur...geðveikt band.. svo kom mér reyndar á óvart að Mínus yrðu ekki næstir, heldur Hell is for Heroes og vá. ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hafði nú alveg heyrt lítið með þeim en heyrt þó nóg til að vita að mig langaði mikið að vera þarna!!! Og ég var sátt kona..algerlega... eftir HIFH stigu mínus á stokk og jiddúddamía... þessi þróun þeirra á síðastliðna árinu ca. hefur verið alveg að gera sig.. ég fíla þetta söngdæmi hjá krumma, öskrin í gamla mannaskítsdagana voru skemmtileg en ég fíla þetta mjöög vel.. þröstur var alveg að gera sig í lúkkinu í bandinu..ívar var eitthvað of "rólegur"...
allavega..langt síðan maður fór á tónleika og ÖLL böndin voru að gera sig.. ég var eins sátt og lítill spastískur api og brosti einsog fíbbl alla tónleikana..
þess má geta að undirrituð sést einmitt á myndinni hans Árna í Mogganum í dag, þarsem maður stóð við sviðið þegar Hell is for Heroes voru að spila!!! já og ef þið viljið skoða myndir af tónleikunum þá bara kíkja á síðuna hans..mjög svalar !
jæja...tók helginni með stóískri ró og gerði ekki mikið nema horfa á sjónvarp og sofa..sem er gott svona einstaka sinnum... svo kemur Maggi heim eftir viku þannig að maður er farinn að telja niður dagana í hann...ef ekki klukkutíma...gæti ekki talið mínúturnar því ég er svo ömurleg í stærðfræði :)
well.. ætla að henda mér í náttföt og fara að lúlla bara.. gott að fara snemma að sofa svona einu sinni...