sunnudagur, mars 09, 2003

sjitturinn hvað ég er orðin slöpp í þessu blogg dæmi. biðst afsökunar!
þó langar mig að byrja þessi skrif á því að óska stóra bróður mínum til hamingju með afmælið þvi hann Arnar Steinn er orðinn hvorki meira né minna töttögö og feemmm ára!!!! luv you bro
jæja.. where to begin. jæja byrjum á miðvikudagskvöldinu þarsem ég,Jakob og Jói hressi frá keflavík fórum á Black Sabbath Tribjút tónleikana á gauknum.. alger skandall sko.. stóð að þetta ætti að byrja kl.9 og við mætt þarna í góðum gír rétt fyrir og gjöriðisvovel hvað við þurftum að standa í röð lengi til að komast inn því það voru e-r bönd actually að soundtjékka þegar við vorum komin !!
svo þrykkti maður sér í sæti og beið eftir gleðinni.bandið Diagon byrjaði og það var ekki gott. svo kom solid i.v. (veit náttúrulega ekkert hvernig þetta er skrifað) og það var bara nokkuð nett. Svo Botnleðja,sem er alltaf gaman að heyra í..og þá Sólstafir sem mér fannst bestir þetta kvöld, langþéttastir og bestir bara.. svo sign sem kláraði þetta og ég átti bara nett bágt yfir því.. finnst bandið cool en .. lúkkið er eitthvað sem mætti athuga tvisvar. þó ég sé nú ekkert að dissa ragnar zólberg eða egil af því að..well.. við erum skyld! enda vann mar með agli (buttercup-ber) á leikskóla sl.sumar og föttuðum þar að afar okkar eru bræður. stórskemmtilegt.
svo kom að fimmtudeginum þarsem ferðinni var haldið á árshátíðina hjá fb. reyndar chilluðum ég og árni heima hjá hildi áður en ballið var og sötruðum eins og alltofmarga bjóra þar.. horfðum á gettu betur og ég röflaði í pabba hennar hildar alla leið niðrí bæ um hvað Arsenal sé besta lið í heimi - og hann alveg stórkostlega sammála mér í þeim málum!. .. thank you very nice.
þar var dansað og brosað og dansað og svitnað og .. já já svo var bara beil heim og mætt í skólann kl.10 næsta morgun.. og svo beilaði ég í hádeginu og fór uppí rúm og steinsofnaði enda erfitt kvöld framundan...... lilja kom seint og síðar heim til mín og fórum svo til jakobs í kópavogi þarsem hann og snúlli voru að sötra. drukkum þar og svo beiluðu herrarnir á okkur og fóru á players á eitthvað austfirðingaball að hitta stelpur! (How lame?hehehehe) og við lilja plebbuðumst bara niðrí bæ og skelltum okkur inná nelly's, þarsem þessi staður er ógeðslegur og asnalegur og maður ætlar aldrei inná hann aftur, þá urðum við náttúrulega að fara... enda ekkert mjög mikið af fólki... þegar við sátum þarna tvær lentum við í ýmislegu fyndnu, m.a. þá kom e-r gamall kall upp að okkur og spurði okkur hvort við værum lesbíur og svona... við bara "jájá" og þá fór hann og settist á borð á móti okkur og.. hehe.. þá komu tveir aðrir kallar upp að okkur og sögðu "hey..þessi gæji var að segja að þið væruð hórur...er það rétt?".. útskýrðum nett fyrir þeim að hann hefði obviosly verið að misskilja aaaaðeins! við hlógum okkur bara nett máttlausar yfir þessu öllu. svo kom hildur inn á nelly's og chillaði með okkur og svo seinna komu Toggi og einhver vinur hans og chilluðu með okkur.
svo kom að pirringi kvöldins.. gamall vinur okkar lilju sem heitir daði var þarna algerlega á rassgatinu og lét okkur dömurnar ekki vera.
nánari lýsingar má sjá á síðunni hans togga því ég er ómögulega ekki með skapið til að rifja þetta allt upp. en hann fór í taugarnar á mér : ) (þetta átti að vera svona sækó broskall) eitt orð á hann samt: SVEITTUR. svo í gær var ég bara heima hjá mér að horfa á sjónvarp og njóta the sweet life with my family... sem var mjög gott.. svo bara vaknaði ég og fór að lesa jarðfræði því það er að fara að líða að prófi hjá dömunni.... sem er ekki nógu gott.
jæja.. búin að bæta örlítið upp fyrir að nenna ekki hafa skrifað hérna. aight
pís