sunnudagur, nóvember 03, 2002

EKKI GEFA MÉR BJÓR ÞAÐ SEM EFTIR ER AF ÁRINU

Þá er það með búið mál...ég er hætt að drekka...í gærkvöldi var massa stuð hjá okkur í myndlistarhópnum í fb... ég byrjaði reyndar á því að fara í mat til tengdó því hún var að flytja inní nýja massa flotta íbúð í bólstaðarhlíðinni (congrats babe) og maturinn átti að byrja geðveikt snemma af því að ég var að fara (some people really do love me!!!) og átti að vera hálf sjö, sjö... en svo hálf átta þegar ég var á leiðinni út í keilu kom matur og ég náði að hamstra örlítið salat og drekka fullt af rauðvíni..sem var ekki nógu gott því einhver bjórdrykkja hafði átt sér stað og engin matarneysla.. *hóst* svo kom Ragga og ofurkeilarinn hennar hann Davíð að sækja mig..og við rúlluðum í keilu.. ok ég byrjaði á því að sökka feitt í þythokkí... svo sökkaði ég feitast í fyrsta keiluleiknum.. en reyndar var ég betri í þeim nr.2 .. var næstbest :) En ég lúkkaði best af öllum og það er staðreynd ! svo var ferðinni heitið í survivor kjallarann hennar röggu þarsem kneift var enn meira öl og farið í drykkjuleik sem að... yes you guessed it - ég sökkaði feitt í.. ég mundi aldrei einhverjar ASNALEGAR reglur þarsem mar má bara benda með olnbogunum (sem maður heyrir reyndar líka með..different story) og halda fyrir augað og eitthvað ógisslega asnalegt.. kommonn hver BENDIR MEÐ OLNBOGANUM (nema örvhent fólk..) .. alveg búið á því.. svo þegar ég var búin að sökka feitt í því fórum við í twister sem var mjööööög skemmtilegt... ég sökkaði líka þar... eh jammz ég endaði einhvern veginn alltaf með rassinn útí loftið þegar árni var að snúa... hildur var líka eitthvað að stríða mér sem gekk ekki vel upp .. en við nýttum pissukortið vel.. eh...long story .. hehe.. jæja svo bara varð ungfr.erla á rassgatinu.. í fyrsta skipti í langan tíma þarsem allt samband milli heila og líkama splittast gjörsamlega.. hvað er t.d málið með að setjast í snakkskál ? og að hella niður ? ég las ekki í vogue að það væri inn að gera það núna .. badre.. svo að ég fór bara á bömmer og fékk far hjá henni Fríðu blíðu til tengdó þarsem vinir mínir voru gjörsamlega á perunni..sem var gott því mér leið vel þar :) I FELT AT HOME! svo í dag horfði ég á upptökur frá leiknum "Hver er ég" sem er svona actionary..og þar var gert óspart grín að mér fyrir að hafa misst kúlið einu sinni í sumarbústað þarsem .. jæja..ég missti kúlið ! ég nenni ekki útí solleis sögur.. svo vaknaði ég alltof snemma í dag og allt er búið að vera í tómu tjóni.. á eftir að búa til fyrirlestur sem ég þarf að flytja á morgun í söngvinnubúðum í fíh og arrrrrrrg...
en á morgun annað kvöld erum við familían að fara að skoða hvolp :) :) :) etta er stelpuvoffi og er víst óóógurlega sæt... en það má ekki leyfa henni að eignast hvolpa, don't ask me why.. sem kannski reddar bara málunum.. en hann kostar ekki nema 110.000 ! ..*hóst* ekki nema.. jæja núna er möst að fara að gera eitthva í þessu dæmi fyrir fíh, eða kannski bara horfa á sjónvarpið og prjóna og vera elliær.. baaaaaaadre

EKKI GEFA MÉR BJÓR.. ÞANGAÐ TIL NÆSTU HELGI...




ég var samt ekki jafn kjánaleg og þessi fulli dvergur.. er þetta kannski árni ?