miðvikudagur, apríl 28, 2004
Ég er að missa vatn yfir disknum frá þessum gutta sem heitir Jamie Cullum og diskurinn heitir Twenty Something.. Ég hef bara sjaldan heyrt jafn svala rödd og geðbilaðar útsetningar... Gaurinn tekur Jeff Buckley, Jimi Hendrix, I'm Singing In The Rain svo eitthva sé nefnt og svo einhver 2-3 lög sem hann samdi.
EÐAL diskur og allir að hlusta sem hafa smekk fyrir góðri mjúsík.
Annars bara endalaus þreyta á mínum bæ, það er eitthvað stress yfir því að ég komist ekki til kína í sumar vegna einhverrar malaríusprautu sem ég má víst ekki fá en ég skal komast til botns í þessu máli.. HMMM! ég SKAL fara út!