miðvikudagur, apríl 14, 2004

Var að fatta það að ég er búin að vera soldið dugleg að fara í bíó síðustu mánuði eða svo..

Hér kemur kvikmyndagagnrýni Erlu:


Byrjum á STARSKY&HUTCH -- hún var ágæt sosum, þunnt grín á köflum en engu að síður one-liners sem eru ódauðlegir hjá ice-crewinu (DO IT!DO IT!). owen&stiller eru kúl partnerar en mér finnst wilson alltaf einhvern veginn skemmtilegri..mér fannst hann líka fyndnari í zoolander og sona. ég veit ekki.. samt er stillerinn góður áðví!
Af fimm snjörnum, fær hún tvær og hálfa snjörnu...

AMERICAN SPLENDOUR-- alger snilld, gloom&doom og bitrari gaur hef ég varla séð í mynd á ævinni.
"Revenge of the neeeeerds" atriðið var stórfenglegt með ekkkert smá kostulegum
vin hans.
Fjórar snjörnur af fimm

ALONG CAME POLLY-- stilller enn og aftur, jújú, hann er fyndinn og jennifer aniston er fyndin líka.
Samt finnst mér hún ekkert til að hrópa húrra fyrir nema þá Hank Azaria sem
"the scooba instructer".. Zolid.. Like a hippo!
2 snjörnur af fimm

HIDALGO-- jisus minn.. þegar ég sá treilerinn fyrir einhverju síðan sagðist ég ætla sko ALGERLEGA að sjá þessa mynd .. well, ég hefði getað sparað mér geðheilsuna.. Aðra eins
leiðindamynd hef ég ekki séð lengi. jújú, gobbidigobb senurnar flottar og gobbidigobb
í eyðimörkinni alltaf spennandi, en viggo var bara ekki að meika sens því miður og
hann fór alveg með það þegar hann söng eitthvað indjánalag. hann missti kúlið.
1 og hálf snjarna (fyrir brellurnar og one-linerana td."Nobody hurts my horse")

WHALE RIDER-- falleg og flott, bara æðisleg í alla staði.. hef ósköp lítið að segja um hana nema bara
að ég mæli með að ALLIR sjái hana, töffarar sem aðrir...
5 snjörnur af 5..

SOMETHING'S GOTTA GIVE-- frekar fyndin, ég held samt að foreldrar mínir hafi skemmt sér betur yfir henni, enda
þetta miðaldarakrísudæmi þekki ég ekkert af viti. en nicholson fyndinn og ég sátt við
útkomuna.
3 af 5


PETER PAN
(með ensku tali of course)
-- algert ævintýri og ég alveg heilluð frá 1 mínútu til hinnar síðustu.. allt alveg hrikalega
flott og algert augnakonfekt
3.5 af 5

50 FIRST DATES
-- sandlerinn klikkar ekki og ég sátt.. frekar fokkt opp pæling en það er ekkert verra..
3.7 af 5

STUCK ON YOU-- djös viðbjóður. alger sori
0 af 5

THE PASSION OF THE CHRIST-- ööö. orð eru óþörf..held samt að ég horfi ekkert á hana aftur!
5 af 5

THE WHOLE TEN YARDS

-- hmm.. sorglegt framhald af fyrri myndinni sem er í miklu uppáhaldi hjá mér..
þunnt djók en bruce alltaf svalur. samt.. fyrri myndin miklu betri
3.5 af 5

SCHOOL OF ROCK

-- if ya'll know me, þá þarf ég ekkert að segja hvaða einkunn ég gef þessari mynd!
SNILLD.