mánudagur, september 30, 2002

Boy oh boy, ég fer bráðum að verða of sein í tónfræði (jippyhhh)... Var að lesa þetta:
30.09.2002 12:05
SKERJAFJARÐARSLYS: KRAFA UM NÝJA RANNSÓKN
Fjölskyldur tveggja af þeim sem fórust í flugslysinu í Skerjafirði fyrir rúmum tveimur árum fara fram á að ríkisstjórnin láta hefja að nýju rannsókn á því hvað olli slysinu. Einnig vilja þau að skoðaðar verði aðstæður sem ríktu á Flugmálastjórn þegar flugvélin fékk lofthæfisskírteini. Þau fara líka fram á að ríkisstjórnin tryggi að farið sé eftir tillögum Rannsóknarnefndar flugslysa um úrbætur nema góðar og gildar ástæður séu gefnar fyrir að gera það ekki.



Grundvöllur þessarar beiðni er ný skýrsla sem tveir virtir sérfræðingar, Frank Taylor og Bernie Forward unnu. Þeir telja að rannsókn á slysinu hafi að ýmsu leyti verið ófullnægjandi þótt hún sé í samræmi við skilyrði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Hafa verði í huga að það séu lágmarksskilyrði sem öll 188 aðildarlöndin hafi samþykkt. Í hópi þeirra séu fjölmörg þróunarríki sem ekki hafi fjármagn til að reka flug svo vel sé. Þróaðri ríki reyni að hafa miklu hærri staðla í flugi og Íslendingar hljóti fremur að vilja tilheyra þeim hópi en að bera sig saman við það hin sem minnstar kröfur geri.



Rannsóknarnefnd flugslysa taldi að eldsneytisskortur og rangar ákvarðanir flugmanns við erfiðar aðstæður væru líklegustu orsakir slyssins. Forward og Taylor telja eins líklegt að hreyfill Cesnunnar hafi brætt úr sér eða stimplar festst. Þeir segja að rannsóknin virðist fljótt hafa beinst að eldsneytisskorti sem aðalorsök slyssins og eftir það hafi áhersla eingöngu verið lögð á sannanir, sem studdu þá tilgátu. Flugmaður vélarinnar gaf upp að hann hefði eldsneyti til að tveggja og hálfrar klukkustundar flugs þegar hann fór frá Vestmannaeyjum. Samkvæmt áætlun Rannsóknarnefndar dugði eldsneytið aðeins til að fljúga í 32 mínútur. Þetta telja Taylor og Forward of mikinn mun til að leita ekki betur að skýringu en Rannsóknarnefnd hafi gert.



Sérfræðingarnir taka ekki undir þá niðurstöðu Rannsóknarnefndar að flugmaður Cesnunnar hafi farið krappan hring þegar flugumferðarstjóri skipaði honum að hætta við lendingu og fljúga aukahring. Rannsóknarnefnd sagði í skýrslu sinni að hinn krappi hringur gæti gefið vísbendingu um að flugmaðurinn hafi haft efasemdir um að nóg eldsneyti væri á vélinni. Forward og Taylor segja þvert á móti að hringurinn hafi alls ekki verið krappur og yfirveguð rödd flugmannsins í samskiptum við flugumferðastjórann gefi ekki til kynna að hann hafi haft minnsta grun um yfirvofandi eldsneytisskort.



Þeir segja að Dornier vél sem lenti rétt á undan Cesnunni hafi ekki rýmt flugbrautina á eðlilegum tíma og því hafi verið nauðsynlegt að fresta lendingu litlu vélarinnar. Rannsóknarnefnd hafi ekki gert reka að því að kanna hvers vegna flugmaður Dornier-vélarinnar rýmdi ekki brautina á eðlilegum tíma.



Sérfræðingarnir segja ekkert koma fram í skýrslu nefndarinnar um að olíusía hafi verið skoðuð, svo virðist sem aðeins hafi farið fram skyndiskoðun á hreyflinum og hann hafi ekki verið tekinn í sundur. Viðhaldsfyrirtæki flugrekandans tók hann fljótt í sína vörslu og flugrekandinn seldi hann nokkru síðar úr landi. Þó hreyfillinn hafi við þessa skoðun Rannsóknarnefndar snúist, sanni það ekki að hann hafi ekki verið fastur áður en hann kólnaði í sjónum. Olíulokið af vélinni fannst ekki og taldi Rannsóknarnefndin líklegast að það hefði farið af eftir að vélin hrapaði. Taylor og Forward spyrja hvað hafi þá orðið um olíuna? Hún hafi ekki verið í hreyflinum eða á vélarhlífum og ekki orðið vart á sjónum. Mögulegt sé að lítil eða engin olía hafi verið á mótornum þegar drapst á honum.

Hægt er að lesa meira um slysið á www.flugslys.is en krúttið mitt hann Sturla dó einmitt í því ...
mér finnst það sem Friðrik Þór (pabbi Sturlu) og Jón Ólafur (Pabbi Jón Barkar) eru að gera er svo nauðsynlegt..það eru svo ENGIN almennileg svör komin við nánast neinum sem viðkemur þessu..það er heví súrt hvað systemið á íslandi er fokkt... this thing needs answers fyrir alla... allavega mig