25. september, 2002
15:33 | Meira um ofurhetjurnar
Við fórum að pæla aðeins meira í ofurhetjunum okkar eftir skóla í dag. Ég er að tala um ofurhetjurnar Árni-Ofursvali og Gleðigaurinn. Við erum búnir að ákveða að vondi kallinn verður dvergur sem talar bara þýsku og side-kickið hans verður Hootchy-Mama sem verður leikin af henni Erlu. Hún gengur um í leðurbúning með svipu og talar bara spænsku. Og svo er einhver misskilningu í gangi á milli hennar og dvergsins og þau eignast barn sem mun verða okkar aðal óvinur og hann heitir Hootchy-Dwarf.
Þegar við erum ekki að ofurhetjast þá verðum við atvinnudansarar sem dansa bara við írska þjóðlagatónlist. Og við erum auðvitað með gleraugu til að enginn þekki okkur. Svo þegar við erum ofuhetjur þá förum við í búningana okkar og tökum af okkur gleraugun. Það er samt vandamál með mig að þegar ég er ofurhetja þá sé ég ekki neitt því að ég er ekki með gleraugun mín. Ég verð heldur ekki með neina ofurkrafta heldur verð ég bara alltaf fullur og side-kickið mitt, GleðiGaurinn, er alltaf að ná í mig einhvers staðar fullan og bjarga kvennfólkinu en svo tek ég heiðurinn. Við erum líka búnir að ákveða þó að við séum ofurhetjur þá ætlum við samt að taka okkur kaffipásur.
Farartækin okkar eru þrjú. Árabátur sem er frekar hægfara, flúgandi teppi sem er reyndar bara venjulegt teppi sem er fest aftan í bíl sem keyrir um bæinn. Síðast en ekki síst þá verðum við á tveggjamanna einhjóli.
Aðrir óvinir okkar eru t.d. Svartsýni-Gaurinn og ég það eru ekki komnir fleiri.
Árni Torfason
hehehe.. jamm þessu stal ég frá honum Árna dverg af síðunni hans því hann lýsir þessu ofurhetju dæmi svo ótrúlega vel :)
ég er semsagt Hootchy-Mama og er í leðurgalla með svipu, tala bara spænsku og á mitt eigið themesong !!!
Sem er ótrúlega dangara-da...dangarada... alger snilld, the best of hootchy-mama diskurinn kemur út um jólin, volume 1 en 2 er í vinnslu....