Gleðileg jólakíló
Þetta var náttúrulega bara ómannúðlegt. Ég var búin að skrifa geðveikt gleðilega og skemmtilega frásögn hérna fyrr í dag en svo fór allt í rugl og það hvarf. Mín varð náttúrulega svo þroskuð að hún slökkti bara á netinu og fór upp í stofu í fýlu. En hér er ég komin aftur og ætla mér að skrifa eitthvað allt annað .. ! Gleðileg voru nú jólin þó svo að aðstæður heimilisins hafi nú ekki alveg verið upp á það besta, mamma fékk eitthvað geðveikt í bakið og er lasin ofan á það allt þannig að það var beilað á jólaboðshaldi og jólaboðsferðum sem gerði þessi jól að einkum miklu chilli sem mér finnst undarlegt, ég held ég hafi bara aldrei upplifað sona jól.
En ég var nú dugleg samt. Ég,maximus, berti,jóna og Friðrik óskar vorum í actionary á jóladagskvöld fram á rauða nótt ásamt nokkrum öllurum -dugleg vorum við nú. Það er samt alveg gjuðveikt fyndið hvað maður verður formlegur í svona leikjum! Sko.. Tökum sem dæmi. Eitt orðið sem einhver var að leika var hausverkur. Við komumst ekki lengra en höfuðverkur . Það er náttúrulega alveg á hreinu að maður segist ekki vera með höfuðverk, heldur hausverk. Svo líka geimskip- það var eitt orðið. Við komumst ekki nær því heldur en geimskutla .. !!! Hver segir geimskutla!!!!! Þetta var eiginlega meiri húmor heldur en leikurinn sjálfur . Ég og berti vorum líka föst á því að fá annað hvort 1 eða 3 á teningnum. Það var alger snilld. Svo ef annaðhvort fékk 2 eða eitthvað þá fékk hinn sko 1, þannig að þetta rúllaði alltaf á þessu sama. Gjuðveil snilld. Svo var matur í gærkvöldi hjá Evu Ásrúnu tengdó, þar var Albert afi og Svana amma í góðum gír og eftir þennan mat fórum við maggi, berti jóna bæring og anna og bróðir hans bærings sem ég held að heiti palli, á Stellu í Framboði. Djöfull var hún hrææææðilega leiðinleg!!!!! Ég ætlaði að spjúka sko. Ef ekki pjúka. Sem var ekki gott eftir feitt matarboð og þynnku dauðans. Uss uss uss.
En ég var einmitt að ljúka við bókina hennar Betu rokk sem heitir Vaknað í Brussel og hún var alveg þvílíkt skemmtileg. Þetta er alveg torally svona stelpuskrif finnst mér því þetta er alveg gjörsamlega það sem mar er alltaf að pæla.. léttast,hætta að drekka,finna sér solid kærasta og eittvað dóterí. Svo er orðaforðinn náttúrulega torally fyndinn, mér fannst bókin bara skemmtileg frá a-ö og ég mæli með henni. Torally.