mánudagur, desember 30, 2002

LORD OF THE RINGS

Já ég fór áðan kl.2 á lotr two towers.. sheiz hvað þessi mynd er fullkomið framhald af 1stu myndinni sem mér fannst ótrúleg. Það var ALLT svo svalt í henni, lúkkið, leikararnir, svo ég tali nú ekki um álfa tungumálið.. uhhhhfff.... Mér leið einsog ég væri svífandi þegar ég labbaði útúr bíóinu þetta var allt svo mikið að kópa, gaman að þessu. Nema það voru tveir miðaldra gaurar fyrir framan mig í bíóinu sem stukku fram á svona 10 mín. fresti til að svolgra brennivíni frammi á gangi og þegar þeir komu alltaf til baka var svoooo vond lykt af þeim alltaf. Þeir hurfu, mér til mikillar gleði, eftir hléið en tókust einhvern veginn að skilja vondu lyktina eftir. Engan veginn nógu gott..

Mér fannst Viggo, Orlando og gaurinn sem lék Gimli langtum skemmtilegastir í myndinni.. getiði why



Massa mynd sem ég mæli með fyrir allllllllllllllllaaaaaa í geimi

Í gærkvöldi tókum við Maximus video, tókum "The Majesty" eða eikkva með Jim Carrey þarsem hann missir minnið og blablalba..
Hún var frekar slöpp sko. Svo tókum við Malcolm X (spike lee) og hún stóð náttlega fyrir sínu Denzelinn alltaf langtum svalastur !!!
hún var bara freekar löng. Er ég með sona thing fyrir löngum bíómyndum kannski ?

föstudagur, desember 27, 2002

Gleðileg jólakíló


Þetta var náttúrulega bara ómannúðlegt. Ég var búin að skrifa geðveikt gleðilega og skemmtilega frásögn hérna fyrr í dag en svo fór allt í rugl og það hvarf. Mín varð náttúrulega svo þroskuð að hún slökkti bara á netinu og fór upp í stofu í fýlu. En hér er ég komin aftur og ætla mér að skrifa eitthvað allt annað .. ! Gleðileg voru nú jólin þó svo að aðstæður heimilisins hafi nú ekki alveg verið upp á það besta, mamma fékk eitthvað geðveikt í bakið og er lasin ofan á það allt þannig að það var beilað á jólaboðshaldi og jólaboðsferðum sem gerði þessi jól að einkum miklu chilli sem mér finnst undarlegt, ég held ég hafi bara aldrei upplifað sona jól.
En ég var nú dugleg samt. Ég,maximus, berti,jóna og Friðrik óskar vorum í actionary á jóladagskvöld fram á rauða nótt ásamt nokkrum öllurum -dugleg vorum við nú. Það er samt alveg gjuðveikt fyndið hvað maður verður formlegur í svona leikjum! Sko.. Tökum sem dæmi. Eitt orðið sem einhver var að leika var hausverkur. Við komumst ekki lengra en höfuðverkur . Það er náttúrulega alveg á hreinu að maður segist ekki vera með höfuðverk, heldur hausverk. Svo líka geimskip- það var eitt orðið. Við komumst ekki nær því heldur en geimskutla .. !!! Hver segir geimskutla!!!!! Þetta var eiginlega meiri húmor heldur en leikurinn sjálfur . Ég og berti vorum líka föst á því að fá annað hvort 1 eða 3 á teningnum. Það var alger snilld. Svo ef annaðhvort fékk 2 eða eitthvað þá fékk hinn sko 1, þannig að þetta rúllaði alltaf á þessu sama. Gjuðveil snilld. Svo var matur í gærkvöldi hjá Evu Ásrúnu tengdó, þar var Albert afi og Svana amma í góðum gír og eftir þennan mat fórum við maggi, berti jóna bæring og anna og bróðir hans bærings sem ég held að heiti palli, á Stellu í Framboði. Djöfull var hún hrææææðilega leiðinleg!!!!! Ég ætlaði að spjúka sko. Ef ekki pjúka. Sem var ekki gott eftir feitt matarboð og þynnku dauðans. Uss uss uss.
En ég var einmitt að ljúka við bókina hennar Betu rokk sem heitir Vaknað í Brussel og hún var alveg þvílíkt skemmtileg. Þetta er alveg torally svona stelpuskrif finnst mér því þetta er alveg gjörsamlega það sem mar er alltaf að pæla.. léttast,hætta að drekka,finna sér solid kærasta og eittvað dóterí. Svo er orðaforðinn náttúrulega torally fyndinn, mér fannst bókin bara skemmtileg frá a-ö og ég mæli með henni. Torally.

sunnudagur, desember 22, 2002

Jóla hvað!

Ja hér. Það er aldeilis búið að gleyma því að blogga í öllu jólastússinu og ruglinu sem fylgir því ! Hmm what to tell. Á föstudaginn fórum ég og mamma í krossferð uppí Smáralind þarsem mér tókst að massa eiginlega allar jólagjafir sem ég átti eftir.. svo fórum við Hildur á rúntinn um ca.1 leytið um nóttina og tókum smá videó og þeirri gleði lauk um ca. hálf 6 um morguninn! Mjög skrýtið hvað við vorum báðar furðulega vakandi um þann tíma. Ég sá einmitt Ástu og Togga í bænum, var mjög vonlaus að vinka og átti enga inneign. Oh mar er svo mikið nobody : ) ÁSta lokkaði geðveikt með stúdentahúfuna! Þau bæði reyndar lúkkuðu tórally. Svo í gærkvöldi var þetta bara chill. Massaði nokkrar gjafir í viðbót (Takk Árni, fyrir you know what!) og horfði á nokkrar bíómyndir í sjónvarpinu, þ.á.m. Josie and the pussycats og Reindeer Games með Ben Affleck og ég skil ekki alveg hvað fólk er að segja að hann sé sætur?! Hann er bara glataður punktur is.



Ja ok þarna er hann pínu svalur.
Málið er að jólast meira í dag með mömmu og svo er þorláksmessa á morgun!!! HVAÐ ER MÁLIÐ!!!! Hvert hefur tíminn farið!?
En ég veit ekki alveg hvort ég nái að blogga eitthva af viti fyrir jólin þannig að -just in case- þá óska ég ykkur öllum eins yndislegra jóla og ég get en ég blogga ábyggilega eitthva pínu þannig að ég massa væmina bara þá : )

Frá þeim ástlausu
flæmir tónlistin burt allt hatur
Eirðarlausum færir hún
frið og sorgmæddum huggun.
Þeir sem fara villir vegar
finna nýjar leiðir,
og þeim sem öllu hafna
vex nýtt traust og von.


-Pablo Casals

föstudagur, desember 20, 2002

Hail to Coldplay

Tónleikarnir í gærkvöldi komu mér skemmtilega á óvart.. ég hef aldrei verið neitt ofboðslegur Coldplay aðdáandi og lét fyrri tónleikana fara fram hjá mér. En þetta var massíft stuð. Mér fannst ASH alveg massíft band, náttúrulega ekki slæmt að hafa massa kúl gellu í hljómsveitinni...!!! svo fannst mér Coldplay mjög gott live band.. chris martin er náttúrulega face bandsins og bjargar því með sæmd !
Sumt fannst mér vera meira rokk heldur en annað og það fannst mér. tja skemmtilegra... en henni hildi fannst þetta allt æðislegt - miðað við að þetta voru fyrstu tónleikarnir sem stúlkan hefur haldið á (sem mér finnst ótrúlegt) og hún er .. tja.. "Frekar" veik fyrir söngvaranum. Hún einmitt hringdi í mig áðan og átti varla orð yfir fegurð mannsins sem hún ÆTLAR að eignast.
þið getið náttúrulega farið á síðuna hans Árna hann tók fullt af flottum myndum af Coldplay og Ash og X-mas tónleikunum og fleiraofl..



Mig langar að enda þetta hérna með orðum frá meistara STING
sem er einmitt í gangi núna.. þetta lag er ótúlega svalt og er á disknum "A brand new day"
textinn er svona IN yo face dæmi.þið verðið að lesa hann


Tomorrow We'll See


The streets are wet
The lights have yet
To shed their tawdry lustre on the scene
My skirt's too short
My tights have run
These new heels are killing me


My second pack of cigarettes
It's a slow night but there's time yet
Here comes John from his other life
He may be driving to his wife
But he'll slow down take a look
I've learned to read them just like books
And it's already half past ten
But they'll be back again


Headlights in the rainy street
I check, make sure it's not the heat
I wink, I smile, I wave my hand
He stops and seems to understand
The small transaction we must make
I tell him that my heart will break
If he's not a generous man
I step into his van


They say the first is the hardest trick
And after that it's just a matter of logic
They have the money I have the time
Being pretty's my only crime
You ask what future do I see
I say it's really up to me
I don't need forgiving
I'm just making a living


Don't judge me
You could be me in another life
In another set of circumstances
Don't judge me
One more night I'll just have to take my chances
And tomorrow we'll see



A friend of mine he wound up dead
His dress was stained the colour red
No next of kin no fixed abode
Another victim on this road
The police just carted him away
But someone took his place next day
He was home by thanksgiving
But not with the living


Don't judge me
You could be me in another life
In another set of circumstances
Don't judge me
One more night I'll just have to take my chances



And no it's just not in my plan
For someone to care who I am


I'm walking the streets for money
It's the business of love, 'hey honey'
C'mon, don't leave me lonely, don't leave me sad
It'll be the sweetest five minutes you ever had


Don't judge me
You could be me in another life
In another set of circumstances
Don't judge me
One more night I'll just have to take my chances
And tomorrow we'll see


fimmtudagur, desember 19, 2002

SALUTE TO THE MAYSTRO

Oh . ég fór í söngprófið í morgun og kúkaði hryllilega á mig í skölum - en náði svo að redda því. En ég fékk alveg tórallí 7.7 sem þykir mjög góð einkunn fyrir 4.stigs jazzsöng.... En ég hefði fengið hærra pottþétt ef ég hefði ekki verið svona stressuð fyrir skalana.
Djöfull.
En ég náði - sem er gott.
Þannig að allt er í góðum gír - ég er búin að ná öllum prófum í ca.rúmt ár.
Fyrir utan það náttúrulega að ég tók skriflega bílprófið 3svar. En það náðist svo :)

EN ÁSTAN MÍN ER AÐ VERÐA STÚDENT!!! Og svo ætlar daman að syngja á morgun í útskriftinni og hún á eftir að verða svo fín...!!
Til hamingju dúllan mín núna er bara stóri heimurinn sem tekur við innpakkaða verndaða skólalífinu..
luv you

Svo er stefnunni haldið á Coldplay í kvöld með Hildi og Auði í góðum gír... ég og Hildur vorum einmitt að reyna að finna jólagjafir í Smáralind áðan.. og það gekk svo vel að við keyptum nákvæmlega ekki NEITT.
Grúví stöff

miðvikudagur, desember 18, 2002

GLEÐI GLEÐI

Ja hér getiði hvað daman er klár
Ég bara náði öllum prófunum! fékk skítsæmilegt í stærðfræði og mjög sæmilegt í spænsku og svo fékk ég fínar einkunnir í myndlist.
Þannig að þetta er snnnnnilllldddddd.. Svo er það söngprófið mitt á morgun - *gubb* Ég veit ekkert hvernig það á eftir að ganga.
Ég á eftir að fara í mesta ruglið bara - en Davíð Þór (undirleikarinn minn) sagði við mig í gær að það er alveg sama hvað skeður hjá söngkonunni - það er alltaf undirleikaranum að kenna! Takk krútt mér líður mun betur.. hehehe eða eitthvað..

En hvað er málið með fólk að vilja ekki eiga naggrís!!! Hann fæst GEFINS og allt dót MEÐ og ef enginn vill hann þá .. well he goes the long road !! I don't want that :o( Enginn góðhjartaður einstaklingur þarna úti - ég segi ykkur það
Hvað varð um jólaandann

Talandi um jólin - það er svo ALLT of stutt í aðfangadag. Hvað er málið? Síðast þegar ég vissi þá var ég bara nýbyrjuð í skólanum og svo núna er bara allt búið where the f*ck have I been !!! Ég vona að næsta önn verði jafn fljót að líða.
Ó hvað ég hlakka til í janúar!! Þá kemur bróðir minn heim frá Kína og verður í nokkrar vikur í faðmi fjölskyldunnar. Rokk og ról
Planið er að halda 45 ára afmæli - ég verð 20 ára í febrúar og hann 25 í mars. Sem er gott og blessað.
Svo fara Dust-ararnir ekki fyrr en ca. 28 feb út til Texas á sona festival að spila og þeir verða úti í ca. mánuð. Sem þýðir - þeir verða í afmælinu mínu :o) Sem er GOTT mál !!!

jæja ég er að spá í að fara að fá mér morgunmat og gera eitthvað gáfulegt. Stefni á Klassann á eftir ef orkan leyfir
adíjuuu

ps.leigði REIGN OF FIRE í gærkvöldi - hún er brjáluð. Ég var reyndar búin að sjá hana áður í bíói en mér fannst hún svo geeeðveik að ég ákvað að taka hana á leigu :o) Eldspúandi drekar.. oftattúveraður amerískur töffari.. bretinn sem vill bjarga öllum því mamma hans dó... strákurinn sem hann tók að sér.. konan sem hann varð ástfanginn af.
Oh fullkomin uppskrift ég segi það!!!



mánudagur, desember 16, 2002

jæja.
ég ætla hér með að gera nokkuð óskemmtilegt en þó nauðsynlegt.
.. ef það er einhver hérna sem stoppar hérna við og er einmanna og væri til í að eignast naggrís, gefins, með búri og öllu tilheyrandi, ætti sá aðili að senda mér e-mail á erlastef@hotmail.com því að ég er með yndislegan naggrís sem heitir Brúsi, er svartur, brúnn og hvítur og óskaplega ljúfur en hann þarf meiri athygli og umhyggju en hann fær hérna - við eigum fyrir hvolp og gamlan kött sem taka alla orku og alles. En hann fæst semsagt gefins - á gott heimili... Sendið mér póst ef þið eruð áhugasöm.
halló og vó hvað það líður alltaf langt á milli skrifa hjá mér - i suck
Helgin mín var dularfull.. ég byrjaði á massa tsjilli á föstudagskvöldið þarsem ég var að dunda mér í jólagjöfum og solleis, og svo á laugardagskvöldið þá var massa stuð. þá fór raven teymið ógurlega (partur af því allavega) á Fjörukránna í Hafnarfirði og hlýddu á hið stórfenglega band "feðgarnir".. jakob og snúlli vinir mínir eru í því bandi líka en þeir voru "off gig" that night . þannig að pabbarnir skemmtu okkur. ! Snilld. ég maggi berti óli (sem var hjartanlega velkominn, hann er búinn að vera á húsavík meirog minna) snúlli jakob og kata (mamma jakobs) skemmtum okkur fram á rauða nótt eða þangað til að ég og maggi urðum svört af drykkju og ákváðum að vera bailers og fórum bara heim. Svo er ég búin að kaupa nokkrar jólagjafir og svo náttúrulega mér til mikillar gleði þá fattaði ég í gærkvöldi að ég er að fara í lokapróf úr tónfræði í dag.. JEIJ.. Djöf þannig að ég vaknaði bara í morgun og fór að lesa og tók sona próf af síðunni hans pabba og eitthva. gallsúrt. jæja wish me luck today.. svo á morgun eru það einkunnir og á fimmtudaginn fer ég í stigsprófið OG ÞÁ VERÐ ÉG LOKSINS KOMIN Í JÓLAFRÍ !!!!!!!!!!!! það var kominn tími á það
síja

fimmtudagur, desember 12, 2002

múhaha ég var að taka 3 mjög fyndin próf á netinu.
fyrsta var hvort ég væri með heilagerð karls eða konu og ég náði rétt svo að vera kona en stigafjöldinn minn var soldið lágur þannig að ég hef víst "lesbískar" tilhneigingar..múhahahhahahaha
svo fór ég í plebbapróf sem jón gnarr bjó til og ég ER PLEBBI
svo fór ég í "ert þú sigurvegari" og ég er tórally sigurvegari!!
haha..plebbalegur lesbískur sigurvegari
ég er sammála sigurvegara niðurstöðunum en hitt er svona...Njjjjjaaaaaaaaaaahhhhhh

PLEBBAPRÓFIÐ
KARL/KONU PRÓFIÐ

halló halló.. núna er ég aftur í vinnuni í árbænum og dýrka hana gjörsamlega. sest niður og sit í tölvunni í tvo tíma og fer svo heim..tíhí..
en ég var soldið að spá í dag.. ég fór í Klassann í morgun (eða um 11 sko) og horfði þar á meðan ég var í græjunum á Mtv þarsem var svona "Diary" dæmi þarsem maður fylgir poppstjörnum í nokkra daga og það var einmitt þáttur um hana Christinu Aguilera .. men ég get sagt svo margt neikvætt um þessa gellu en eftir að hafa séð þennan þátt þá svona..hmm.. hún er náttúrulega mennsk - með "vott" af athyglissýki, en sheiz hvað hún er bara einsog hver önnur stelpa..

ég er kannski ekki beint að taka upp hanskann fyrir dömuna en ég allavega verð að segja bara að ég er ömurleg - jump to conclusions einsog mér sé borgað fyrir það. Mér finnst músikin hennar leiðinleg, en einhver verður að gera hana og stelpan getur sungið þó hún kannski..jah.. sýni stundum aðeins of mikið að mér finnst. sem mér finnst setja svolítið strik á hana, heldur hún í alvöru að tónlistin hennar seljist minna því hún sýndi minna? .. maður veit aldrei hvernig þessar stjörnur hugsa. en pant vera eins vaxin og hún *hóst*

En í kvöld verður stórviðburður - ég árni freymar og ásta ætlum að skella okkur á SigurRós sem er hin yndislegasta hljómsveit sem Ísland hefur alið af sér (fyrir utan hina stórskemmtilegu Smarty Pants að sjálfsögðu !!!)


Í gær fórum við pabbi með bílinn á verkstæðið sem heitir einmitt "Bílaspítalinn" og þar sagði gaurinn að þeir þyrftu bara vensamlig að taka allt hele húddið af bílnum og setja nýtt..svekkjandi. en það verður gert í næstu viku ! gaurinn sem keyrði á mig er einmitt bara búinn að flýja til Danmerkur..múhaha RUN AWAY FROM ME Tíhíhi
ég horfði á Manchester- deportivo í gær og það fór 2-0 fyrir meisturum United en ég verð nú að segja að þessi Niestelroy gaur (núna er ég alveg í ruglinu með stafsetninguna, þið afsakið) hefur gjörsamlega unnið fyrir laununum sínum !!

djöf góður
svo var gaman að sjá meistara Beckham hlaupa inn á - með sítt að aftan í góðum gír.. skil ekki hvað hann sér við þessa konu sína bjakk


en ég vil nú bara fylgjast með liðinu mínu sem er hið geysiflotta Arsenal !

setjum Beckham, nistelroy, ronaldo og fleiri í arsenal og þá er ég alveg 100% fylgjandi liðinu tíhíhi
vó ég trúi því ekki að ég hafi verið að skrifa um fótbolta!!!!!!
i'm outty

miðvikudagur, desember 11, 2002

jæja í gærkvöldi söng ég voða fín á tónleikum.. þið getið meiraðsegja séð mynd af mér á síðunni hans árna .. gebbað gaman
núna er ég bara eitthvað treg á skrifstofunni í árbænum og er að éta diet popp og drekka diet 7up.. call me diet if ya like
en ég var geðsjúkt dugleg í morgun eftir erfiða nótt með hundinn inni hjá mér þá fór ég barasta í worldclass og var massa duugleg
jæja ég nenni ekkert að skrifa meir
until later

þriðjudagur, desember 10, 2002

Jæja þá er ég nýkomin heim úr massa skemmtilegum söngtíma.. sem var nauðsynlegt því ég þurfti að reyna að róa taugarnar..
cause meza be torally performing tonight!! Fyrir those you care - sem ég býst ekki við að séu margir - þá er ég að fara að syngja á nemendatónleikum Fíh í kvöld kl.20:00 í salnum í fíh..

sem er í rauðagerði númer eitthvað man ekki en maður tekur eftir því sko. So anywho interested be my guest að koma.. ég ætla að syngja mjög bittersweet lag sem heitir "It never entered my mind"
textinn er hrikalega bluesy, er að spá í að skrifa hann barasta fyrir blúsarana þarna úti..

"It never entered my mind"

I don't care if there's powder on my nose
I don't care if my hairdo is in place
I lost the very meaning of repose
I never put a mudpack on my face
Oh who'd have thought that I'd walk in a daze
Now I never go to shows at night but just the matineese now
I see the show
And home I go
Once I laughed when I heard you saying
That I'd be playing solitaire
Uneasy in my easy chair
it never entered my mind
Once you told me I was mistaken
that I'd awaken with the sun
And order orange juice for one
it never entered my mind
You have what I lack myself
And now I even have to scratch my back myself...
Once you warned me that if you scound me
I'd sing a maidens prayer again
And wish that you were there again
To get into my hair again
It never entered my mind


mánudagur, desember 09, 2002

góðan daginn gott fólk núna er klukkan hálf fjögur og ég er á skrifstofunni í tónlistarskóla árbæjar að þykjast vera mjög busy skrifstofudama!!
En vá hvað þessi dagur er búinn að vera á móti mér!
ég byrjaði daginn á því að mamma mín vakti mig um 10 leytið og sigaði hundinum á mig og hún ætlaði að vera mjög sniðug og narta aðeins í varirnar á mér og hún beit bara geðveikt fast og ég er með sár á vörunum einsog ég sé með massífa frunsu... sem er fúlt því ég hef aldrei verið með frunsu.. Svo ákváðum ég og mamma að ég myndi nú byrja í worldclass aftur af alvöru, ekki málið ég rúllaði niðreftir í góðum gír þar til beint fyrir utan world class þegar einhver bjáni ákvað að vera á geðveikt stórum jeppa og bakka bara á mig og setja massa dæld í húddið mitt!! ég varð svekkt, aðallega af því að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera eða neitt þannig var bara " þetta er alltí lagi og eitthvað vðoða voða algert pollíanna að þykjast ða þetta sé ekkert mál. djö var ég samt reið.
svo fékk ég númerið hans og ætla að heyra í honum í kvöld uppá tjónaskýrslu og eitthvað og fór í worldclass..sem var erfitt af því ég er ekekrt búin að hreyfa mig.. og sá Kára stefáns gaman gaman.. svo sá ég gaur fara í körfubolta.. og annan gaur með honum.. og hann var dvergur og ég gat ekki hætt að horfa á þá í körfunni þetta var svo unfair en samt var dvergurinn að rústa þessum gaur sem lookaði einsog hann væri 4 metrar á hæð miðað við gaurinn.. jæja svo kom ég bara heim og fór í sturtu og skutlaði mömmu og er núna í smá tímaþröng að þurfa að skrifa ritgerðina fyrir söngvinnubúðirnar... arhkajrhkla
en ég verð samt að skrifa hvað mig dreymdi fyndið í nótt.. þetta var svo sérstakt að ég skrifaði þetta niður strax og ég vaknaði..
Sko..
Þetta byrjaði allt á því að ég Ásta ló og Toggi pop vorum með einhverju fólki í einhvers konar bústað úti á landi þetta var kannski eitthva svona útskriftar dót.. veit ekki.. allavega við ásta sátum á einhverjum hól sem var geðveikt hátt uppi og það var alveg brjálaður klettur langt niður og við vorum eitthva að tala um Togga og alltí einu sat hann þarna hliðiná okkur og bara "FYRIRGEFÐU AÐ ÉG SÉ TIL!!" Geðveikt hneykslaður en við vorum pottþett að tala jákvætt um hann ég bara man ekki hvað við sögðum... eltum hann til baka að bústaðnum þarsem hann var þá bara að grínast og svo ákváðum ég og ásta að fara að keyra eitthvert.. við sáum ótrúlega svalan rauðan sportbíl og ásta dáðist að honum og sagði "vó pant".. sem er fyndið af því að maður heyrir hana ekki panta hlluti einsog ónefndur aðili .. *hóst* Svo keyrðum við eitthvert í bílnum hennar ástu og allt í einu vorum við orðnar 3, ég ásta og hildur sem er með mér í myndlistinni .. og hildur var eitthva að tala um x-kærastann sinn og einhverja vinkonu hans sem hét lára... þá var það einmitt tilviljnanakennt því að við vorum á leiðinni í brúðkaupið hjá Árna hamstri sem var að fara að giftast einhverri Láru! Við mættum í brúðkaupið og þá var Eyþór myndlistarkennari að halda e-a ræðu og þetta var meira svona einsog á einhverjum fyrirlestri.. fengum einhver blöð og komumst að því að þetta var einh.konar puttatogunarbrúðkaup og ég hló og hló og vissi ekkert hvað það var og svo fór Eyþór að jesúsa sig yfir því af hverju fólkið úr Sesame Streets og prúðuleikaraliðið væri að gera í brúðkaupinu..ég leit við og sá allar öftustu raðirnar fyllast af alls konar karakterum og var farin að rífast við eyþór um það að það ætti ekki að mismuna þeim þó að þeir væru öðruvísi...!!!
svo man ég ekki meir
en jesús góður hvað ég ætla að passa upp á mataræði mitt fyrir svefninn!!
i'm outty

sunnudagur, desember 08, 2002

góðan daginn.. núna er sunnudagur klukkan að verða fjögur og helgin að baki.. frænkur mínar og menn þeirra eru í mat hjá okkur sem ég og mamma erum búnar að vera að mixa síðan klukkan 10 í morgun.. urgff.. partýið á föst. var mjööög skemmtilegt og ég var líka mjööög þunn í gær og horfði á SPIDERMAN með röggu hildi og árna mjög gott það, fór svo að passa með Magga.. ljúft.
núna þarf ég að skrifa smá ritgerð fyrir morgundaginn sem ég þarf að skila í söngvinnubúðum... hvað einkennir góðan tónlistarmann .. það má alveg hjálpa mér og skrifa mér eitthva sniðugt um hvað ykkur finnst..
ég fæ líka aldrei nóg af spiderman, ég veit ekki af hverju það er .. hmmm haaaa...




það er dularfullt ha

föstudagur, desember 06, 2002

ahhhh... núna er komið að því.. það er föstudagur, ég er búin í prófum, klukkan að verða 6, Norah Jones yljar mér um eyrun, Beck's kippan mín ísköld í ískápnum, ég fór í klippingu og er því fín um hausinn, keypti mér bol í brim svo ég verð fín um miðjuna, plan kvöldsins: DETTA ÍÐA.
Allavega mér gekk rækilega ágætlega í spænsku held ég... náði allavega sem er mun mikilvægara en .. annað ..

Ég mæli lika mest með Rauðhettu og úlfinum .. hárgreiðslustofunni á laugarvegi þar er massa gott að vera, og ekki leiðinlegt að vera !!!

ég ætla að reyna að hringja í e-ð fólk og plana sona meira kvöldið
until later my loves

fimmtudagur, desember 05, 2002

Núna er ég gjörsamlega lögmæt til að láta skjóta mig af stuttu færi..
.. ungfrúin sjálf í massa chilli að læra spænskuna, ekkert mál, búin að lesa alla málfræðina en á eftir að lesa allt hitt sem er svona lesefni.. og klukkan hvað vaknar daman.. hálf ellefu!! AFTUR!! og svo lendi ég í því að passa Sölku sem komst ekki út að gera "þarfir sínar" vegna veðurs þannig að það er allt búið að vera á afturfótunum og hún vildi ekki sofa og núna er klukkan 2 og ég er ekki einu sinni hálfnuð !! og prófið er klukkan 18.15!!! Svo ennþá ömurlegra.. Lilja vinkona hringdi í mig og ætlaði að bjóða mér í bíó í kvöld og ég kemst ekki :o( af því að ég er svo samviskusöm að ég lofaði að passa hundinn og systur mína í kvöld...
HOW LAME AM I.


pant vera jafn svöl og þessi hamstur

miðvikudagur, desember 04, 2002

tomboy
What's your sexual appeal?

brought to you by Quizilla


Who are you most likely to fuck

brought to you by Quizilla

HAHHA PANT EKKI

Fairuza%20Balk
What sexy girl are you

brought to you by Quizilla

hmm..not bad

bombshell
Which female sex symbol are you?

brought to you by Quizilla
You're a BOMBSHELL. You're kitten-like and sexy. You don't need expensive rocks, you're so classy you overpower your gems. You tend to put glamour before comfort, but it doesn't take much for you to look glamourous anyhow. Men beg for a chance with you, and you can take your pick because, frankly, you're too good for almost all of them.
Núna skammast ég mín alveg...
þann 2.desember áttu 3 aðilar afmæli og ég alltof gleymin og gleymi barasta að skrifa hamingjuóskir..

***ég ætla að byrja á mömmu minni... Hún varð 45 ára og lookar einsog hún sé tvítug skvísa..
til hamingju með afmælið mamma!

***frændi minn, bróðir hans pabba, Bjarni varð 52 ára ! Til hamingju með það

***hinn íðilfagri toggi varð 23 ára og óska ég honum innilega til hamingju með árið (sem ég vona að verði betra en síðasta..var að lesa bloggið hans)

Jæja þá er það komið frá .. :o)
Á morgun er spænskuprófið mitt ógurlega..og já mér gekk ágætlega í stærðfræðinni barasta.. held ég hafi bara massað þetta.is alminnilegt.. við eigum samt nú eftir að sjá hvað einkunnablaðið segir.. En eftir spænskuna á morgun held ég að ég sé bara í góðum gír, því þá er ég búin í prófum í fb og get farið að einbeita mér að prófunum í fíh.. ég ætla nefnilega að fá 10 í tónfræði (fékk sko 10 síðast, annað skipti sem ég er dúxinn .. af tveimur skiptum, sorry ég varð að monta mig smá) En ég ætla EKKERT að byrja að undirbúa það fyrr en á laugardaginn því að .. á föstudaginn ætla ég að vera á eyrunum með myndlistarhópnum mínum í góðum gír, en ég ætla að byrja föstudaignn á því að fara í klippingu á Rauðhettu&úlfinum og svo eyða desemberuppbótinni (sem kom mér á óvart) í eitthvað fallegt.. einsog til dæmis föt handa mér :o) og bjór.. að sjálfsögðu
Annars vona ég að allir njóta lífsins, ég ætla að fara að lesa spænskuna og .. jafnvel vera það dugleg að ég ætla að taka upp Bráðavaktina og horfa á hana EFTIR PRÓF!!! Hversu dugleg er ég orðin!!! BAAAH


(dont ask)

mánudagur, desember 02, 2002

Jæja.....eftir hálftíma verð ég að spreyta mig á stærðfræðiprófi...sem verður vonandi í síðasta skipti sem ég þarf að mæta í sona djöfulli leiðinlega stærðfræði.. !!! Wish me luck all you people...!!! ... Annars var það bömmer að ég var að fá að vita það áðan að stigsprófið mitt í jazzsöngnum verður klukkan 09:40 um morguninn!!! Og.. djöfull.. röddin er aldrei vöknuð á þessum tíma og hvað þá daman sjálf!
Jæja það verður minna stress fyrir það próf því það er eintóm gleði :o)
Svona mynd í tilefni dagsins...

..samt ekki alveg pælingin því hann náttlega féll í stærðfræði og var eitthvað rekinn úr skólanum og eitthva...
æj you get my point :o)