laugardagur, desember 20, 2003

Jæja...nóg að gera í vinnunni - og ég farin að missa kúlið hægri vinstri.
Þarsem ég tala við amk.300 manns á dag ca.þá segi ég mjög oft sömu setningarnar..."Góðan daginn..get ég aðstoðað...bragðmikið eða bragðmilt kaffi...stóran eða lítinn expressó?" þannig að með mínu lucki þá er ég farin að bjóða góðan dag ítrekað þegar ég segi "verði þér að góðu" og "Þakka þér fyrir" þegar ég ætla að bjóða fram aðstoð mína...

Fólk er ekkert að fatta mig. Sem er ekkert skrýtið..

svo bara jól eftir 4 daga. what the hell - hvar er ég búin að vera ?
Tímaskyn mitt hefur horfið.. sem er reyndar ekkert nýtt.

Ég hef pakkað inn 10% af gjöfunum og ekki skrifað eitt jólakort - just another christmas like the others before...

svo eftir 2 mánuði og hálfan dag þá mun ég verða 21 árs.. could you belive that.
Hver veit nema það verði haldið enn á ný svaka partý með live böndum og alles?

Ekki veit ég það..

Vill einhver leigja fyrir mig chickflick og kaupa handa mér kippu af heiniken ?
þá væri ég sátt fyrir kvöldið