föstudagur, desember 19, 2003

Hvað er að fólki ?

Ég er búin að vera að spá í þessu í allan dag þarsem ég var að afgreiða fólk um kaffi og slíkt, og það er bara að hníga niður af stressi... Hvað er málið! Jólin er tímabil sem kemur á hverju ári og gerist ALLTAF og kemur og fer einsog það hefur ætíð gert - og fólk lætur í hvert sinn einsog það sé heimsendir og að þessi jól þurfi að vera betri en hin fyrri ..
Fólk - slaka á.. anda.. nú er ég búin að versla allar jólagjafir en var ekkert stressuð að ná því ekki fyrir kl.6 á aðfangadag, því ég er búin að komast að því að ef maður klikkar á einhverju sem maður er búin að plana - þá reddast það í 99% tilfellum alltaf einhvern veginn..

Á kaffihúsið kom lítil stelpa í dag sem hélt því fram að jólin byrjuðu í Ikea.
What happened to the good old standards ?

Annars búin að vera lasin síðustu 2 daga og er enn slöpp en mætti þó í vinnuna..
ég er hetja. samt ekki, vantar pening aðallega.

jólagjafalistinn minn í ár var þunnur og óspennandi... langaði aðallega í diska og föt.
sem mig langar alltaf í - það var ekkert svona annað sem ég vildi.
Langaði í nýja Erykuh Badu diskinn - muse einsog það leggur sig eftir guðdómlega tónleika um daginn(Þakkir fá Matti á xinu og Bubbi Morthens.. löng saga), leðurjakka úr retro,foo fighters dvd,joni mitchell diska.
Keypti mér samt disk með Kyuss í dag... hlakka til að heyra almennilega.

mér er skítkalt og ætla að fara uppí rúm að pakka inn jólagjöfum
---- jafnvel skrifa jólakort, who knows.. !