þriðjudagur, desember 30, 2003

Jæja - ég drullaði mér loks á læknavaktina í gærdag og þá var grunurinn staðfestur..ég er víst með einhverja veiru eða eitthvað í meltingarfærunum sem og magabólgur..
Það hlaut að vera að mér væri illt í maganum! ég má því bara borða eitthvað kornmetisdæmi,ef ég hef lyst á því þeas, t.d. í gærkvöldi borðaði ég hafragraut á meðan fjölskyldan borðaði pizzu.. Gæti vel endað í grænmetissalati annað kvöld í staðinn fyrir kalkún.
En það er eitt jákvætt við þetta -- ég hef grennst .. vigtaði mig áðan og ég hef ekki verið í þessari þyngd í mörg ár... jú, að vísu get ég ekki borðað og er krónískt svöng og get ekki farið í vinnuna því mér er illt í maganum - en eitthvað gott kemur úr þessu!

fór aftur í gær á LOTR, sat reyndar á 3ja bekk svo ég fékk mesta hálsríginn. dauði en góð mynd engu að síður.. viggo alltaf töffari