Alrighty. þorláksmessa- okei okei, það eru að koma jól...
Jólin mín..
Jólin hjá mér og fjölskyldunni hafa eiginlega alltaf verið með svipuðu sniði frá því ég man eftir mér.. Á þorláksmessu hlustum við á jóladisk með Take 6 (sem er besta vocal grúppa ever) og lögum til og skreytum jólatréð.. oftast nær höfum við farið í friðargönguna niðrí bæ en ásamt þessum jólum núna og síðustu fórum við ekki. Á aðfangadag vakna ég frekar seinna en aðrir (ekkert nýtt) og þegar ég kem upp þá er mamma byrjuð að undirbúa kalkúninn og búa til stuffingu sem er besta lykt sem ég veit um ... Þegar mamma er komin svona X langt í eldamennskunni og getur yfirgefið húsið í smástund
þá förum við í kirkjugarð með leiði sem ég hef skreytt og heimsækjum þar ömmu mína,
langömmu,"afa minn" sem var í rauninni ekki afi minn en var í því hlutverki meðan hann var á lífi, og síðan Stulla vin minn. Miður skemmtilegt en alltaf hátíðlegt að minnast fólks
á þessum degi.. Síðan tekur við að keyra út jólagjafir en ég held að á morgun verði ég bara heima enda lasin og gef ekki margar gjafir í ár.. Síðan er það jólabaðið ógurlega,
klæða sig í fínu fötin og mála sig með einhverja góða tónlist inní herbergi og síðan koma upp í stofu þegar búið er að sækja ömmu .. þá er lyktin óbærilega góð og við setjum á
heilagasta disk ever með Ellu Fitzgerald (jóladisk) sem við höfum alltaf gert og kl.6
er kveikt á útvarpinu og þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin kyssast allir og setjast
að borða.. eftir mat er kaffi og konfekt og byrjað að opna pakka..
aðfangadagar eru eins mismunandi hjá fólki einsog fólk er mismunandi, fyrir mér er þetta
bara uppskrift að eðlilegum aðfangadegi og mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt..
Núna var ég að ljúka að skreyta tréð og svo tekur við tiltekt og eitthvað svona..
Mér finnst þetta alveg magnað að jólin séu að koma - öll fjölskyldan mín er lasin..
Talaði við bróður minn í dag sem býr í Kína, jólin hans eru engan veginn jólaleg...
hann ætlar að aðstoða vin sinn sem er kokkur annað kvöld að undirbúa fyrir veislu sem þeir ætla að halda ("ég mun sjá um það að hella rauðvíni í glasið fyrir hann og verða
fullur með honum á meðan hann eldar".. )
Ég gerði þau mistök um daginn að grínast í fjölskyldunni að ég ætlaði að slá persónulegt bjórdrykkjumet næstkomandi gamlárskvöld því við verðum með veislu hérna heima,
ég meinti það nú bara í mesta gríni en þau tóku það fullalvarlega, tilkynntu meiraðsegja
bróður mínum það sem ætlar að skála fyrir mér og hugsa fallega til mín, planið er að ég
drekki fyrir hönd hans og báðar hendurnar mínar :)
Efast um að ég bloggi eitthvað á morgun þannig að ég bara býð ykkur punks&babes
gleðilegra jóla og allt það