Skólavika dauðans er að baki.. Endaði daginn á því að taka eins og eitt jarðfræðipróf sem ég er búin að vera sveitt að læra fyrir, og gekk það bara vonum framar, held ég hremmi bara sæmilega einkunn fyrir þetta! sem er mjög gott.
Ég held ég viti fátt leiðinlegra en að vera með 2 e-mail adressur, maður er alveg kátur "best að athuga póstinn" og svo tekur það bara svona 10 mínútur því hotmail ruslið er svo lengi að ákveða sig og virka. Svo er náttúrulega ofur leiðinlegt að fá aldrei póst, en það er allt annað mál.
Ég er soldið búin að vera að spá undanfarið. . . hvernig ertu kúl. ég meina.. það er til svo mikið af liði í heiminum sem er svona allt ofur cool en ..hvernig er maður "kúl".. ég einmitt hef svona verið að spá í því. Hvenær er maður þannig að allir segi bara "vá..ýkt kúl þessi!" (ég er ekki að tala um mig sko, höfum það á hreinu..ég er neutrally kúl..hah..nei) ég held sko að maður þurfi að læra smá heima svo maður verði maður með mönnum. Til dæmis..þarf maður að hafa GEÐVEIKAR skoðanir á bush og saddam. (satan?) . jújú maður hefur sínar skoðanir en maður þyrfti helst að vera blóðugur í mótmælum og orga geðveikt (sem er gott og blessað) .. Það er möst að vera með tunnel í eyrunum, annars ertu ekki kúl. það er svona steitment éghöndlaallt.. svo á móti því þarf að vega það að maður þarf að vera tilfinninganæmur og sensitífur. en samt má ekki grenja í bíói. talandi um bíó, það verður að þekkja alla karakterana og allan background af lord of the rings karakterunum. mér fannst myndirnar alger snilld en ég kann ekki helminginn af sögunni á bakvið sögupersónurnar (las samt ævisögu tolkiens sem var nett fun) . Þú verður að hlusta á költ tónlist, þá svona underground helst, kunna fullt af nöfnum af hljómsveitum sem enginn annar veit um og babbla gjuðveikt mikið um það hvað það sé wicked.
svo verðuru ef maður er ofur kúl, þá drekkur maður ekki og borðar ekki kjöt. messar yfir öllum kjötætunum hvað þetta sé vont og sé skaðlegt (reyndar alveg sammála) .. fataskápurinn er af skornum skammti því þú neitar að vinna fyrir ríkið .. þú skírir bangsann þinn Davíð Oddson og ferð fyrir framan Alþingi og ristir hann á hol. (væri samt kannski soldið kúl). . þú verður að vera einstakur og algerlega óskiljanlega mikill karakter og líkist engum í heiminum. . . (ef stelpa- þá væri gott að líkjast e-u af "underground módelum")
helst vera með fullt af örum frá því þegar "maður var í ruglinu" og er gebbað klín núna. ..
þegar ég fer svona að hugsa um þetta minnir þetta mig á fullt af manneskjum..
...og þegar ég fer meira að spá í því þá eru flest allar ekkert mjög kúl... þannig að þetta er sennilega mjög rangt hjá mér. en maður veit ekki...
ég er bara að missa mig í ruglinu hérna.. biðst afsökunar ef þetta fer fyrir brjóstið á einhverjum
ætla að taka mig í smá "Kúl" test hérna...
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
*skoðanirnar- ég er á móti stríðinu og öllu þessu rugli sem er í gangi í írak en ég held þeim flestum fyrir sjálfa mig..
*ekkert tunnel í eyrunum..en hef fengið mér various piercings../Bygones
*er ofursensitíf og væli yfir ótrúlegustu atriðum í bíó, video, dvd you name it
*þekki ekkert karakterana betur en úr bókunum og myndunum.. væri samt til í að kunna þetta betur
*hlusta ekkert mikið á underground, fíla költ músík en þekki ekki mikið af underground böndum (sem er ekki kúl)
*ég drekk og borða kjöt
*fataskápurinn minn er troðinn af alls kyns merkjavörum og dóti
*hef bara átt einn bangsa og það var reyndar köttur..hann missti hausinn
*fíla ekki davíð oddson og myndi engan veginn tíma heilum bangsa í hann
*líkist engum frægum og hvað þá e-u módeli.....fuss
*er með nokkur ör en það er bara eftir eitthvað kjánalegt
RESULTS=
ég er ekkert kúl