I hide behind your face
Var að klára nettan Subway í boði mömmu og alltaf er nú gott að borða (því miður)
Toggi kallinn er bara búinn að koma með slíka yfirlýsingu að kvenfólk íslands ætti nú hérmeð að byrja að syrgja drenginn...hann er bara kominn með kellu! Til hamingju með það toggi minn...þetta er skemmtilegt
gerði merka uppgötvun að það væru MJÖG fyndnar myndir af mér á www.nulleinn.is á síðunni hans Geira trökker.. sem er magnað.. en það sem enn magnaðara er , að ég man EKKERT eftir því að það væru teknar myndir! (þetta var á dimmisjon daginn, tökum það fram) ..
díses..er að horfa á fréttirnar núna með öðru auganu og þar er e-r frétt um 12 ára strák sem lenti í loftárás Bandaríkjamanna þarsem öll fjölskyldan hans dó og hann missti báðar hendurnar.. greyið strákurinn, lá þarna umvafinn fréttamönnum eftir að hafa lent í sálarstríði ever ábyggilega.. einhverjir sögðu að loks væri komið "andlit fórnarlambs stríðsins" ..
Hvað er að fólki? þetta er 12 ára lítill strákur sem á enga mömmu eða pabba og það vita nú allir að það er fátt jafn gott einsog að eiga góða fjölskyldu að.. vá hvað þetta nísti inní hjartað mitt
og hvað er málið með ástþór frið 2000??? mætti útataður í tómatsósu og sinnepi og alveg stórhneykslaður..
"mjög" sérstakur maður!!!