mánudagur, apríl 14, 2003

góðan daginn.
núna er fyrsti páskafrísdagurinn minn og er ég að fara að hefjast handa að lesa fyrir prófin mín... já.. þau síðustu sem ég mun taka á ævi minni í framhaldsskóla...weehooo..!!!
það hefur nokkuð drifið á daga mína uppá síðkastið..
byrjum á föstudeginum:

Dimmisjon dagur
vaknaði um hálf átta eftir lítinn sem engan svefn og alveg nett spennt. við hildur tókum okkur til og fórum uppí undirheima um hálf 9 og drukkum þar frían bjór..og okkar bjór...við vorum sko blómálfar.. gerði nett hairdo á högna sem var svo á endanum Sid Vicious...sem er mjög gott...og hann fékk skökkustu klippingu allra tíma... fórum uppí myndlist og spössuðumst nett þar... svo í skólann þarsem ég lenti í því að annað álfaeyrað sem ég var með á mér datt af mér og lenti undir bíl..alltílæ með það nema fyrir utan svona nett hjólbarðafar á eyranu..sem var mjög fyndið... einhver athöfn var í íþróttahúsinu og reyndar sátum við hildur aftast allan tímann og drukkum bjór. svo var lilja nett góð að skutla okkur niðrí bæ .. og það var alveg massa stemning þar...svo ógeðslega gott veður og fullt af furðuverum ..mamma sótti okkur hildi því rútan til hveragerðis átti að fara innan von bráðar. sturta og eitthvað tók við..sótti svo hildi alltof seint þarsem hún var ofurdrukkin að geta ekkert komið sér út..rútan..hveragerði..hótelherbergi...mjög góður matur...ömurlegt ball nema það var svona klukkutími þarsem stuðið ætlaði að rífa þakið af..svo eyddi maður mest öllum tímanum að leita að partýi eða eitthvað svo það endaði bara á því að ég hildur,´arni, freymar, ásta og gunnar röltum á e-a bensín stöð og keyptum okkur pulsu og lentum í drive -by þasem við héldum að við myndum vera skotin..enda árni og freymar í ofurhetjugöllunum... sem er fyndið. svo bara lúllað og fórum í sund daginn etir þarsem var nett mæjorka veður.. gott og gaman

eftir rútuferðina heim lá ég undir sæng og horfði á sjónvarp að rotna úr þreytu..
og svo hófst leikurinn
fór í matarboð til tengdó þarsem var annars vegar afgangurinn af áfenginu minu (fyrsta skipti í langan tíma þarsem ég hef verið með afgang...) og hins vegar fullt af áfengi.. sem gerði kvöldið.. mjög skemmtilegt
afrakstur kvöldisns má sjá á myndasíðunni ógurlegu.....þarsem ég og berti áttum kvöldið með ljósmyndastælum okkar og þetta er svona nett brot af steypunni sem átti sér stað þarna um kvöldið
er alveg nett að fá hausverk að sitja hérna við tölvuna svo að ég ætla að henda mér í lesturinn bara
chiao