þriðjudagur, apríl 29, 2003

ahh...var að klára kvöldmatinn sem var alger snilld...það sem tengist pítu og pítusósu er
goooott!!! jæja... fór í massa skemmtilegan söngtíma í dag og ákváðum þau lög sem ég
ætla að syngja í vorprófinu mínu í söng...sem er einmitt scheduled 23.maí (Sama dag og
ég útskrifast!!! crap ekki góð tæming!) og það munu vera "Skylark" og "Fragile" (já..sting)
er nett ánægð með þau og hef góða tilfinningu um þetta..

Er búin að vera að lesa í allan dag fyrir jarðfræðiprófið sem er einmitt..Á MORGUN. cRAPS!!!!
Ætla að reyna að massa inn einsog einu kommentakerfi .. ef einhver kann á þetta og getur sent mér
imba instructions með því þá er það mjög vel þegið!!! því ég er ofurnörd þegar kemur að tölvum og
tölvumálum......

á fimmtudagskvöldið er ég að fara á tónleika með KK og Ellen Kristjáns.. pabbi er að spila með þeim og
einhver kór sem Magga Pálma er að stjórna...hlakka mjög mikið til að sjá þetta.. það eru einmitt tónleikar
líka í kvöld..

Dreymdi alveg mest skrýtið í nótt.. dreymdi að ég væri að labba ein í London með litlum strák, sem var
sonur minn semsagt...og hann var alveg ótrúlega dökkhærður og svo geðveikt sætur að hann vakti athygli
alls staðar sem við fórum.. vorum bara að ganga allan tímann og ég að hugsa hvað ég væri stolt að eiga
svona fallegt barn...frekar skrýtið.. því mömmu dreymdi einmitt einhvern svona svipaðan draum um daginn
og hún mundi geðveikt vel eftir því hvað strákurinn í hennar draum var rosalega dökkhærður og sætur..
freaky? ég var allvega pínu svekkt þegar ég vaknaði og fattaði að ég væri ekki stolt mamma af þessum
óóótrúlega sæta og dökkhærða strák..

...er að fara að baða hundinn núna... svo læra.. svo fear factor...svo læra..
blussbluss

ps. jack osbourne er farinn í meðferð !!! (gossipið hefur eitthvað frosið síðustu dagana)
meira um það seinna