fimmtudagur, apríl 10, 2003

Jæja.. komin heim úr svaka leiðangri úr bænum, Kringlunni og Smáralind með henni Hildi þarsem við vorum að fiffa ýmist stöff fyrir búningana okkar sem við verðum í á morgun... sjiz...og já..fórum í ríkið...við vorum einsog mestu alkar allra tíma í kringlunni að burðast með ógrynni af áfengi. þannig að það verður nett glatt á hjalla á morgun!!! ætla að reyna að henda mér snemma í háttinn í kvöld þó það séu tvær ástæður fyrir því að mig langi ekki snemma að sofa:

a) Brain Police eru að fara að spila á 22 kl.23:00 í kvöld (fimmhundruðkall inn,ekki skítur á priki) .. loðnu rokkararnir (einsog þeir eru kallaðir í Sánd) eru að fara að spila lög af plötunni sem er að fæðast í stúdíói núna... get ekki beðið eftir einhverju gómsætu til að þrykkja í spilarann!

b)Kveðjutónleikar Mínus kl.20:00 í Austurbæ, 1500 kall og Dáðadrengir, Sign og Dikta eru að fara að spila líka... ég er sökker fyrir Dikta og hef verið síðan á Músíktilraunum í gamladaga... æji eftir að ég sá mínus á gauknum með hell is for heroes er ég alveg sátt við útkomuna á drengjunum..

En ég á engan pening og þarf að fara að snemma að sofa þannig að ég mun ekki tala meira um þessa tónleika
*snökt*

Ég og Maggi leigðum Road to Perdition í gærkvöldi.. hún var frekar slöpp en ég var í e-u jákvæðiskasti og reyndi að sjá allt jákvætt í þessari mynd. en allt kom fyrir ekki..frekar fyrirsjáanleg.. ágætt cast samt, Tom hanks og jude law í fyrirrúmi þar..
pottþétt samt ekki mynd til að missa svefn yfir.

Jæja.. þetta mun sennilega vera síðustu skrif mín sem dimmiteringar-laus manneskja því morgundagurinn mun taka á og ég mun ekki ranka við mér sennilega fyrren á laugardaginn..á hveragerði... (hvergi gerði) .. en ég skrifa og hendi inn HELLING af myndum af dimmisjon lookinu og ballinu og alls kyns rugl.. hafiði það sem allra best og .. wish me luck...