Veikindadagur nr.2
ég er sennilega búin að hafa þennan annan í veikindum mjög stelpulegan.. Vaknaði seint sem var mjög gott, vegna þess að því minna sem ég er vakandi því minna líður mér illa... tadarada... Spjallaði lítið við hana Sölku og upphófst frá því massa sjónvarpsgláp dagsins.. Það sem var efst á spóluhillunni minni varð fyrst fyrir valinu vegna tja.. gæða myndarinnar og ég nennti engan veginn að gramsa að einhverju öðru. Það var snilldarverkið High Fidelity sem var á henni. Reyndar á undan henni var annar hlutinn af heimaeyjargosaþáttaraðadótinu, "baráttan". ég horfði á það með öðru auganu en lagðist svo á kaf ofan í myndina. Lekker skemmtun og alltaf góð við svona tækifæri. .. Næsta mynd sem varð fyrir valinu var bridget jones diary.. ég sagði ykkur að þetta hafi verið stelpulegt. ég veit ekki hvað það er við þessa mynd en ég bara fíla hana í botn. Kannski af því að það leynist lítil bridget inní mér, túlkið þið þetta einsog ykkur sýnist! : ) Svo eftir þá mynd kom La Vita e bella.. sem er classic... hún er svo bjútíful að það er óþolandi. ég þurfti nú alveg að taka mér pásur að fá mér ferskt loft því tilfinningarnar voru orðnar þrungnar...eða ég var að kafna úr hósta? Dunno. Leigði mér svo video í gær og það var Orange County sem var fyrir valinu. Hún er ekkert svo spes. Reyndar fannst mér alltaf kúl þegar Jack Black var að gera eitthvað.. sem reddaði því örlítið ! Colin Hanks minnir mig alltof mikið á pabba sinn Tom Hanks þá sérstaklega röddin. þannig að þegar hann var að leika eitthvað þá fór ég oft að hugsa um Cast away og eitthvað svona sem var ekki að ganga upp... . Belive you me. Afrek dagsins: 3 bíómyndir, 1 classic, 1 stelpubíómynd og 1 töffaramynd. Kelaði við bæði gæludýrin á meðan og reyndi að halda kúlinu þó að ég sé í raun og veru gjörsamlega að deyja.
Verð pottþétt heima á morgun, fékk vottorð sem gildir fram á fimmtudag og ætla ábyggilega að nýta mér það í botn. .. verða almennileg fyrir afmælisveisluna mína sem fer að líða að................
jæja og takk fyrir að koma á síðuna mína sem er www.uselessinformation.bestbeliveit.com
ætla að horfa á amazing race og fear factor sem ég tók upp því að ... well guess the great timing, það er verið að parketleggja stofuna svo að mar getur ekki kúrað uppí sófa og glápt á useless dagskrá.........
bbuuuuuuuuuuuuuhhhhhhhhhhhhuuuu ég á svo bágt!!!!