sunnudagur, febrúar 16, 2003

góðan daginn..þessi helgi endaði bara sem hin furðulegasta.. ætlaði náttúrulega bara að vera heima og ná þessum ógeðslega hósta úr mér (sem er, jú, enn til staðar) en á föst.kvöldinu fór ég bara í smá heimsókn til Berta (Sem var hálfpartinn afmælið hans Dave) og þar voru allir að sötra og ég sú eina edrú þannig að ég hrökklaðist út og fór á Grandrokk og sá þar ensími og brain police. ég er alveg pósitíf að brain police er besta íslenska bandið í dag! algerlega. massa flottir sko. svo í gærkvöldi ætlaði ég nú bara að vera alveg róleg í eurovisionpartyi með magga og fleirum en einhvern veginn endaði það í hevi drykkju af minni hálfu. sem var alveg óvart! Núna er ég alveg með hósta frá helvíti og ég get ekki lýst því hvað ég er fúl útí sjálfa mig ef ég næ þessu ekki úr mér fyrir afmælisveisluna ógurlegu sem verður næstu helgi. i shall kick my own arse.
þannig að nú þarf ég ofurmygluð að hrökklast niður í herbergi að læra og gera e-ð drasl fyrir myndlistina. helvitis. helvítishelvítis.
tókst að pikka upp lag með red hot chili peppers í gær, málið er að við sölviogsiggi ætlum að taka eitt nett rhcp cover lag ogþarsem ég er svo mikill ofurnagli ætla ég að spila á bassa og syngja...og guess what..það bara virkaði!i give myself the award of the day. !
já! svo ég gleymi nú ekki! TIL HAMINGJU ÍSLAND FYRIR AÐ VERA ÖMURLEGASTA ÞJÓÐ Í GEIMI! Birgitta Haukdal í eurovision!? HVAR ERU FRUMLEGHEITIN HJÁ OKKUR?! ég urra nánast úr fýlu. ég,ásamt öllum öðrum viðstöddum í gær vildi óska að botnleðja hefði komist áfram. það hefði verið svo kewl að það er óþolandi.

í tilefni að íslendingar eru ömurlegir, þá verður quote dagsins biturt...
"I am man who grown from aside
been cruxified by enraged women
i am a man who was raised by such men
it often reminds me of the fools i'm among"

-alanis morisette