miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Jæja.. hér skrifar dama sem er orðin tvítug og einum degi eldri en það í þokkabót! That's right.. sumir urðu tvítugir í gær bara!
Gerði þó ekkert mikið.. fór út að borða með Hildi og Árna í hádeginu á Hornið og var svo í skólanum til 6 og svo horfði ég bara á sjónvarpið.. því að veisluhöldin og gleðin í tengslum við afmælið var allt tekið út sl. laugardagskvöld.. þá héldum ég og bróðir minn (sem fór aftur til Kína í gær..i miss you) upp á afmælið okkar saman, 45 ár alls barasta. Það var mjööög skemmtilegt, massíf mæting og gamlir sem og nýjir vinir létu sjá sig.. atriðin voru upp á tíu sko. Fyrst byrjuðu d.u.s.t. á því að spila 3 uppáhalds lögin mín og svo síðar meir fór Jón sæti upp á svið og söng nokkur góð Megasar lög (Það er ekki hægt að finna betri megasar - impressionista á jörðu!) það var mjööög flott..! Svo söng hann seinna eitt svona klassískt flott lag og var nú heilmikið klappað fyrir þessum litla manni með ótrúlegustu rödd ever. Takk Brósi minn fyrir sönginn - it was a kiiillleer...
En svo náttúrulega hlaut að koma að því að maður myndi missa kúlið. Það var ekkert annað en rústir Smarty Pants sem stigu á stokk þarsem ég ætlaði að reyna í fyrsta skiptið að syngja lög og spila á bassa. Svo bara fattaði ég á fyrsta laginu að ég var bara orðin allt of full þannig að micinn stóð bara aleinn! En þá hoppaði nú Gabbi snillingur upp á svið og söng úr sér lungum og orgaði einsog honum væri borgað fyrir það! Svo steig hann af stokki og við píndum Jónba (trommara í brainpolice) til að klára settið með okkur og hann gerði það af svo stakri stóískri snilld að það var gjuðveikt!. .. Takk Jónbi og takk Gabbi fyrir að bjarga my ass!!!
Svo héldum við á Nelly's nokkur og þar stigum við Hildur villt dansspor og Freymar kom sterkur inn á kantinum og svona...! Alger snilld!!Skemmtilegasta afmælisveisla EVER. Takk kærlega fyrir mig! ( ~ _ ~ )
og já ps. ég er búin að klippa hárið á mér frekar mikið! ha-ha-haaaa...!!!