fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Ég rakst á þessa síðu by accident áðan og ég get bara svarið það að ég hef sjaldan lesið jafn óspennandi blogg ? Pottþétt gaur sem lifir á þessum pælingum, æj mar getur nú ekki dæmt neitt svona harkalega, mér fannst þetta bara óóóótrúlega óskemmtilegt :) Þarsem mér finnst Björn Bjarnason vera kúkur einsog hann gerist verstur...!
ég gerði heiðarlega tilraun til að mæta í skólann í morgun, en hrökklaðist heim einsog sjúkur kjúklingur og uppí rúm og grenjaði yfir því hvað ég á bágt.. búúhhúú.. til að toppa allt ógeðslegt, þá nennti ég ekki einu sinni að horfa á video... sem gerir mann náttúrulega fimmhundruðsinnum veikari en mar var.......! Og ég er búin að horfa á allt trilljón sinnum!! Buuuuuuuuuuuuh! Ég hef sjaldan vorkennt sjálfri mér jafn mikið og ég geri núna. I'm a loser and I know it! Er búin að lifa á Smashing Pumpkins, Melloncollie and the infinite sadness á lagi nr.7 á fyrsta disknum...To forget. Ég held að þetta sé bara fallegasta lag sem ég hef heyrt upp á síðkastið og hef ég nú heyrt þau nokkur fögur þó! Ég er bara í einhverjum svona gír, ég bara elska þetta lag núna og ég er að elska Noruh Jones diskinn í dýpstu tætlur..... Joni Mitchell kemur alltaf sterk inn þegar mar er svona lasinn samt .. ég fæ alltaf gæsahúð af Blue disknum, mér finnst hann roofus... "Its coming on christmas they're cutting down trees they're putting up reindeer, singin' songs of joy and peace oh I wish I had a river .. I could skate away on .. but it dont snow here it stays pretty green, I'm gonna make a lotta money then I'm gonna quit this crazy scene oh I wish I had a river I could skate away on..I wish I had a river so long I would teach my feet to fly..." man ekki hvort þetta sé í réttri röð en það skiptir engu, you get my point. Joni er guð !