Oh boy oh boy.. ef mígreni væri nógu sterkt orð yfir það sem ég er með í hausnum núna úff.. ég er gjörsamlega búin að vera off.
Var í skólanum áðan, var reyndar búin í myndlistinni 12.40 og fór svo í söngtíma hálf þrjú og svo fór ég í Íslenska menningu með Kristínu Arnalds ,já skólastýru FB. Þar var allt fólkið sem er að fara að útskrifast. Ég Hildur og Ragga vorum solid þarna, Freymar&Ásta og Dóri, Jónas og Haukur svo sá ég glitta í hann Togga í gúddí fíling.
Fullt af stórskemmtilegu fólki sem maður verður að dimmitera með og svona. Svo náttúrulega leynist einn og einn fýlupúki einsog alltaf alls staðar.
Ég var að hlusta á Jeff B í dag, hlustaði á disk sem ég á Live from Bataclan þarsem eru nokkrar live útgáfur til dæmis af uh.. Dreambrother, The way young lovers do osfrv. Stórskemmtilegur diskur en það er ein byrjun á einu lagi þarna.. Ég man svo vel eftir þessu þegar ég heyrði það fyrst. Ég var á Englandi með fyrrverandi kærastanum og við vorum með svona dæmi að kaupa bara ALLA jeff buckley diska sem ég fann og átti ekki og státa mig stolt af veglegu safni : ) En allavega við vorum í rútu á leiðinni eitthvert ég man ekki Sheffield held ég, tók sona smá tíma. Það voru alveg ábyggilega 10 manns í huge rútu og ég sat svona fremst og var með massíft góð headphones og leið óendanlega vel, sá útum bílstjórsgluggann sem var jafn stór og bíótjald. Svo byrjaði þessi byrjun og ég horfði svona uppí himininn og ég eypaði bara.. Það fór um mig svona óhuggulega dularfullur fiðringur og ég fór að anda kjánalega. Ótrúlegt hvað þetta hafði áhrif á mig. Textinn tók mig alveg í kerfi.. þetta er sona brot
" your love's like chocolate
melting on the tongue of god"
"put your thumb on my tongue
rest your heels on my shoulder"
úff.. þið skiljið. Og hann var í svo geðsjúkum fíling þegar hann söng þetta að ég á ekki eitt orð. Ekki ennþá þann dag í dag.
Þetta er svona einsog þegar ég var nýbúin að fá GRACE í hendurnar og var í rútu á Ítalíu og þekkti ekki staka manneskju og var feimin og ein og missti málið, sem skeður soldið oft, og frá lagi nr.1 og út allan diskinn þá lá í yfir tvö sæti, og horfði á sennilega milljón tré á klukkutíma, sem þustu fram hjá. Ótrúlegt hvað mar man þetta allt svona... Skondið bréf sem ég las (sem ég skrifaði í rútunni) þegar ég kom heim, ég skrifaði eitthva mikið um tré. Þessi diskur+Ítalíu náttúrufegurð .. Upplifun.
núna er ég orðin freaky í hausnum og ætla að fara í herbergið mitt og nýta mér það í að lesa tónfræði svo ég nái stöðuprófinu í tónfræði á fimmtudag. Dularfullt, það mun vera það, dularfullt.
Chiao 4 now