þriðjudagur, janúar 28, 2003

Daginn.
Þetta var með þeim leiðinlegri dögum sem ég hef upplifað en þó - ég hef lært nokkra nýja hluti í dag!
T.d. í myndlist þá fattaði Árni af hverju börn eru alltaf með hor út á kinnarnar.. og það er pottþétt útaf því að svona gamlir kallar eru alltaf að snýta sér, þá snýta þeir sér í svona klút og setja hann í vasann í góðum gír.. En tadara! Þegar börnin detta og meiða sig, þá eru afarnir ekki langt í burtu með klútinn ógurlega til að þurrka burt tárin! ÞESS VEGNA eru börn alltaf með hor út á kinn. Til hamingju Árni með þessa uppgötvun og gott fólk ég mæli stórkostlega með því að þið tjékkið á sundumræðunni hans á bloggdótinu hans. Það er massa fyndið.
Anywho. ..
Fyndið innskot, Salka hljóp allt í einu framhjá mér einsog hún ætti lífið að leysa með svona fjólubláa froskateygju í kjaftinum. Mjög skondið því ég var að hugsa um eitthvað ALLT annað.
Ég er að spá í að skella mér á tónleika annað kvöld á Gauknum...... það er stórkostlega bandið Dikta sem treður upp á Gauknum kl.21:00, 18 ára aldurstakmark og 500 kall inn. Ég sá þá á músíktilraunum í Tónabæ fyrir mörgum árum síðan og ég hef verið alveg devoted hvað þetta er gott band. Massakassi eins og maðurinn sagði.
Ég þarf allavega að gera verkefni núna fyrir listir og menningu-áfangann minn.. Lilja er lasin svo ég býst við að þetta verði eitthva tæpt. Svo það er eins gott að gera eitthvað sniðugt !
Klukkan 9 er það svo sápan - Amazing Race er þá og eins gott að liðið mitt haldi áfram að vera nr.1 !!!
u go guyz......!!