laugardagur, janúar 04, 2003

4.janúar 2003

Ég vil byrja á því að óska litlu systur minni henni Unu til hamingju með 12 ára afmælið! TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ GELGJAN ÞÍN OG VONA AÐ ÞÚ HAFIR ÞAÐ GOTT : ) litla frúin fékk barsta playstation 2 í afmælisgjöf. Amalegt. NEI ! Ég á væntanlega eftir að nýta mér öööörlítið þann grip : ) Máske jammz. Annars er ég bara búin að vera í massa sjónvarpsleti upp á síðkastið, teljandi niður dagana þar til bróðir minn kemur heim, sem er einmitt 12.janúar! Weeeehoooooowwww.. Hlakka ekkert lítið til ! Á morgun verður það ein vika.. vúhhhh hvað ég hlakka til : ) Hann fór einmitt árið 2001 í ágúst til Kína.. Sem er allt of langt síðan ég hef séð hann - sem er scary stüff. Vá mar.. afmælið hjá systur minni er í gangi núna með svona 15 manns, allt stúlkur sem eru að hrynja á gelgjuna, jiiiihhhhccchh....!!!!!!!!!! Anywho
ég er búin að sjá nokkuð margar myndir. T.d. sá ég "Death to Smoochy" með Robin Williams og Edward Norton sem mér fannst, mjög fyndin. og afskaplega súr! Það sem mér fannst samt alveg óskaplega fyndið var þýðingin á myndinni hún var alveg frábær. Einhver með góðan húmor t.d.. "mér líður eins og brauðrist á útsölu í Elkó" .. Sem dæmi. Svo sá ég "Brokedown Palace" með Claire Danes sem var... ekki nógu góð. Svekkjandi, tvær sona gellur í fríi á Hawaii og kynnast þessum sæta ástrala sem tælir aðra þeirra og býður þeim til Hong Kong og svo á flugvellinum eru þær til allrar undrunar teknar með tvö kíló af heróini sem þær vissu náttlega ekkert um. And so on and so forth. Whatever sko. Ekki nógu góð ... Svo sá ég "Never Been Kissed" með Drew Barrymore sem var...................................................... og ekki orð um það meir. Í gærkvöldi horfði ég á mynd um Freddie Lymon sem var mjög kúl, Larenz Tate, Halle Berry og V. Fox léku í henni. Hvað er málið bara með hit söngvara sem enda í dópinu. Þetta er alveg í ruglinu. Engan veginn nógu gott... Þetta er sona brot úr sjónvarpsglápi mínu upp á síðkastið.
ætli ég verði ekki að vera dugleg núna og hjálpa til í þessu godforsaken afmæli... hrooolllluuuurrrrrrr.......planið er svo að fara til Berta í kvöld með lilju, eddu og magga og spila eitthvað skemmtilegt spil. KANNSKI VINNA LÍKA MÚHAHAHA

"too young to hold on
and too old
to just break free
and run"
-j.buckley