fimmtudagur, janúar 23, 2003

almáttugur og jisús minn.. það er nokkuð ljóst að líf mitt er sneytt öllum spenningi og æsingi miðað við hvað ég var að missa það áðan yfir handboltanum. En jibbbbbbbííí Ísland unnu Portúgali 29-28 sem var SNILLD alveg ein sekúnda eftir og gaurinn okkar varði .. vá hvað ég varð glöð (",) það er gaman að vera íslendingur á svona stundu. Það voru samt alveg fokk..unfair dómarar í þessum leik! Bara svona...njéhhh..leyfum portúgölum að fá boltann..varstu kýldur? well...leyfum portúgölum SAMT að hafa boltann áfram og senda þig útaf.. nett dæmi alveg.


Annars er ég að fara í sumarbústað á morgun og verð yfir helgina .. það verður nett stuð, Lilja vinkona ætlar að koma með og þar verður allt teymið... ó hvað ég hlakka til. Heitur pottur, snjór, bjór og actionary. ég á eftir að sturlast úr gleði (",) Ég og Maggi erum einmitt að fara bara núna eftir smástund að kaupa í matinn og svo verður restin keypt á morgun.
Ég dýrka að fara svona útúr bænum... ég hef alltaf verið svo mikið borgarbarn og finnst bara undarlegt að vera einhversstaðar annarsstaðar að heyra ekki í bílum og svona dóti. En það er ekki slæmt að vera að fara með svona stórkostlega skemmtilegum krökkum og köldum bier... Föttuðuð þið að snjór rímar við bjór..................................*hóst*
Horfði á High Fidelity áðan.. óendanlegt hvað ég dýrka þessa mynd...!! Sérstaklega þegar Jack Black syngur Let's get it on í endann..Barry Jive jé..hehehe... John Cusack er líka alveg með þeim svalari í þessari mynd. Hann er svo hopelessy lost stundum að það er alger snilld... !!! Top five songs about death.
Horfði á freddie kruger í fyrsta skipti í gærdag, fyrstu myndina. Hún var alveg með þeim sorglegri : ) stórkostlega léleg hryllingsmynd.. ég neita þó ekki að mér hafi brugðið eins og í nokkur skipti en ... einsog ég árni og ragga vorum á þeirri skoðun, tilgangslaus nekt,lélegur leikur og kjánalegt bara yfir höfuð. Á t.d. enginn í þessari mynd þykkan náttkjól ? eða var ekki til leiklistarnámskeið á þessum tíma? Það eru spurningar sem maður getur velt fyrir sér. En pælingin er að kannski reyna að komast yfir allar myndirnar áður en önnin er liðin, það ætti nú að vera hægt. ætli mar verði ekki bara sérfræðingur í þessum pakka.
ég las áðan að á íslensku tónlistarverðlaunadótinu var, í jazz flokkinum, davíð þór jónsson undirleikarinn minn (píanóleikari) tilnefndur í alla flokka! sem er mjög svalt, til hamingju með það.. jóel pálsson var líka þarna og eitthvað... go figure mwahaha.
Ef einhverjum vantar að selja klósettpappír/tissjú til styrktar einhverjum ,þá mæli ég með að fólkið tjékki á Árna, hann þykir líklegur til þeirra kaupa.
Annars óska ég ykkur góðrar helgar og ég ætla svo sannarlega að njóta minnar!!! :)