Já ég hélt í gærkvöldi á legendary event að sjá meistara Deep Purple...............................
Djöf var þetta öflugt! Búin að vera Ian Gillan fan síðan ég fékk "jesus christ superstar" á heilann og drekkti mér síðan í Deep Purple... og ég bara luv it!!! þannig að þetta var alveg .. úff.. ólýsanlegt reynsla
Fann meira að segja fyrir fyrsta sparkinu hjá krílinu (sem fjölskyldan kallaði "vinkarinn" frá sónar dæminu(Vinkaði okkur jónasi með báðum höndum;) og núna heitir það "Rokkarinn") í miðju "Smoke on the water" .. Það var rosalegt :) Bara smá tilfinning.. magnaði alveg minningargildið!
Það er allavega á hreinu að tónlistarsmekkurinn veit á gott hjá þessum væntanlega snillingi :)
Er annars byrjuð í nýrri vinnu í FÍH og er einmitt þar núna..