miðvikudagur, júní 04, 2003

"þriðji í vinnu.."

Er búin að vera að skemmta mér hér síðustu daga að skrifa um eldgömul tónskáld.. og satt að segja.. þá finnst mér þetta bara frekar skemmtilegt... Call me a nerd and all that, en sjeiz.. maður lærir alltaf eitthvað! Og hananú. Var að setja hina heilögu þrenningu í græjurnar... er að hlusta á "Mingus" með Joni og svo eru hinir tveir "the best of chet baker sings" og "Both Sides now" með joni mitchell aftur. þetta eru bestu tsjilll diskar í heimi og ég get hlustað ENDALAUST á þá.. uss uss. Sting, Foo Fighters, Queens of the stone og eitthvað meira bíður eftir þeirra tíma. Var að fá einkunnir úr Fíh í gær og húrra húrra, ég fékk 9 i tónfræði, 9,5 í söngvinnubúðum og reyndar 7.5 fyrir 4.stigs prófið mitt en ég er sátt, því að ég koxaði ógeðslega á prófinu. ég fæ bara í alvöru illt í magann að hugsa til baka um prófið. ojojojoj. en það er búið og búið að ná. húrra húrra fyrir mér ég er bara best. er þaggi bara. Keypti mér ekkert Billabong bikini því að sjálfsögðu var það uppselt sem ég ætlaði að kaupa mér. en ég keypti mér í staðinn geðveikt flott Burberry bikini í GK í gær. Frekar kool en soldið flashy. sem drepur víst engann..en ég byrjaði einmitt aftur í Worldclass í gær síðan í útskriftarveseninu.. hehe... Does it have a connection between those two things ? CAN YOU SMELL IT? hah..

dreymdi alveg himneskan draum... dreymdi að ég væri í cool hljómsveit þarsem ég væri brjálaður frontara söngkona og að við værum að hita upp fyrir Foo Fighters og Dave Grohl var að segja að þeir ættu frekar að hita upp fyrir okkur... OOHH COME ON!!!!!!!!!!!!! WHY NOT!!!