föstudagur, júní 06, 2003

Jæja loks búin að komast í vinnuna..ekki mér að kenna..allavega ekki alveg. heh.. fór í Japis í gær og verslaði fyrir einar 7400 krónur eða svo..svo var mál með vöxtum að ég fékk 7500 kr.inneign í Japis frá Ása tengdapabba og ég hamstraði búðina í gær bara. keypti mér 2 dvd: High Fidelity (selvfölig) og American History X sem ég og maggi horfðum svo á í gærkvöldi. Hún er bara alltof góð.. allavega..svo fékk ég mér e-a 3 diska, einn með Stinu Nordenstam sem heitir "and she closed her eyes" , einhvern safndisk með Arethu Franklin og svo disk með Lisu Stansfield "So natural". Mæli alveg fyrir djassara að fara í japis, það kostar skít á kanil á þessari útsölu alls kyns flottir diskar. er einmitt að hluta á stinu nordenstam núna, ekkert smá sérstök rödd, alveg barnalegust en samt smá svona Lolita yfirbragð..veit ekki alveg .. cool engu að síður. Svo eftir þessi gríðarlegu skemmtilegu innkaup skelltum við maggi okkur í sund, syntum alveg heila 500 metra og spókuðum okkur í pottinum, fórum svo á Ítalíu að borða..geðveikt gott. Já og svo fór ég líka í gær á Saga Heilsa Spa í boði tengdamömmu (útskriftargjöf) í svona andlitsbað og maska og eitthva nudd.. nema hvað að ég endaði með að fá djúphreinsun og plokkun og alls kyns fínerí..geðveikt þægilegt..nema klípingarnar..dularfullt að hafa e-a konu að klípa fílapensla á nefinu á manni..en það venst :) Ætla að vinna e-n helling í dag, á eftir að skila af mér svona 20 klukkutímum þannig að ég mun bara hangsa hér, er on stand by með mígrenispillur (SEM VIRKA ! THANK GOD!) og íbúfen og sprite zero. I'm armed for the day! svo er það náttúrulega bara friends, off centre og american idol í kvöld í massa tsjilli..halelújah