mánudagur, júní 02, 2003

First day at work..

jæja þá er ég hérmeð byrjuð að vinna fyrir pabba gamla, að skrifa og útbúa fullt fullt af dóti fyrir tónmennt.is .. er búin að skrifa um einhverja 9 klassíska gæja og hlusta á nýja diskinn með Bonnie 'Prince'Billy og hann er bara bestur í heimi! .. Master and everyone heitir hann víst. Sólin glampar úti en ég er spök, enda fer ég til Ítalíu eftir minna en mánuð. Ætla að skella mér í Brim eftir vinnuna og kaupa mér sætasta Billabong bikini ever... ekkert smá ánægð með að hafa fundið það. Helgin var í rólegri kantinum enda einhver óútskýranleg þreyta sem lagðist á mig eftir þetta útskriftarvesen allt... "ain't you wealthy ain't you wise, ain't you made to give to me..ain't it all good" .. -bonnie prince rúlar... Jæja. ætla að skella mér í að skrifa um...Georges Bizet.. hver þekkir hann ekki! pfft!! Það er samt alveg fáránlega asnalegt með alla þessa gæja sem eru fæddir um 1800 eða eitthvað svoleiðis og eru bara músíkal sjéní, skrifa tónverk ekki nema 11 ára osfrv. það er eitthvað að pöbbum þeirra! Allir útskúfa snillingana og ætlast til að þeir taki við family buisnessnum eða fari í lyfjafræði. ekkert smá mikið um það.. er það ekki soldið mikið ennþá við lýði núna? ég held það.. Jæja.. until later

ætla að fara í japis á eftir og kaupa mér High Fidelity á dvd... WOOOOHOOO!!!!

john cusack er bara bestur... líka í Identity sem er í bíó..hún er sick