föstudagur, júní 20, 2003

glöggir blogger notendur hafa ábyggilega tekið eftir því að á upphafssíðunni er hægt að kaupa ,,blogger-gear".. hverjum langar ekki í blogger hettupeysu! bújaga! BAH!

sumir dagar eru bara einfaldlega betri en aðrir..og þar af leiðandi eru aðrir verri en hinir.. (...) gærkvöldið var dularfullt, ég fór í hörku labbitúr með mömmu og sölku um elliðárdalinn sem er alveg heví flott að vera um kvöldið.. svo leigðum við tvær myndir ,,About Schmidt" og ",,the watcher".. about schmidt fannst mér algert æði.. ekkert hollywood crap neitt, bara jack Nic. að brillera í góðum leik og svo fullkomlega hversdagsleg að mér leið asnalega .. the watcher var hinsvegar hörmung.. keanu reeves lék einhvern fjöldamorðingja sem drap ungar konur með píanóstreng (whaddafuck?) og hafði kveikt í konunni hans James Spader sem var í sálfræðiþerapíu hjá Marisu Tomei. reeves sendi spader mynd af e-i konu og hann fékk dag til að finna hana annars myndi hún drepast. mig minnir að spader hafi klúðrað öllum skiptunum þar til að lokauppgjörið var gert :) heheh... alveg glataður gæji. og keanu reeves er svo.. ég gæti eiginlega ekki fundið sterkari orð til að lýsa honum .. hann er svo afleitur leikari að það er ógeðslegt!!! allavega.

geðheilsa er eitthvað sem maður verður bara að passa upp á held ég.. núna akkúrat er ég í svartasta skapi sem ég hef verið í lengi vel.. fíla ekkert né neitt.. hvað þá næstum því viku í sambandsslitum. alveg fer þetta í taugarnar á mér. en ég kláraði inneignina í símanum mínum svo að ég er safe með að vera að væla í gegnum sms.. well.
það er líka eins og að maður þurfi.. nánast maður þurfi að vera dauðvona til að heyra í fólki..heh.. það er alveg fáránlegt.
hætt þessu væli núna..

btw.. whaddafuck með greinina um Sick of it all i Mogganum í dag ? Hverjir eru þessir menn á myndunum? Þetta er allavega ekki þeir gæjar.. það er alveg á hreinu
þeir líta svona út: