mánudagur, mars 01, 2004

Jæja...góðan daginn

aHhhhhhh.. afmæliskreisið búið, var með pínu ponsu kökuboð um kvöldið og það var bara mega tsjill - fór svo í bústað með jónasi á föstudeginum...sjitts, við erum náttúrulega að tala um að það var bara frost þarna, ekkert rafmagn og sona -- og glöggir menn/fólk sem þekkja mig, vita að það rennur ekkert nema borgarblóð í æðum mínum og ég þoli ekki svona sveitardót..hihihi...ég vil malbik og hita...takk takk
en þetta var gott tsjill , komum í bæinn bara aftur á laugardagskvöldinu og fórum á American Splendour, sem er einhver besta mynd sem ég hef séð í langan tíma, hún var alveg frábær.. mæli alveg með henni og jafnvel að maður reyni að eignast hana í framtíðinni -- Gloom&Doom!
Söng svo á nemendatónleikum í gærdag, söng River og A Case Of You með Joni Mitchell og Fragile með Sting og það var bara good stuff held ég.. dadara...

Er hérmeð komin í gos/nammi/sykur/hveitis/allt-sem-er-gott bindindi, ætla að fasta eftir tæpar tvær vikur og er að klippa allan sykurinn hægt og rólega þangað til út.. ohh...ef ég verð ekki bara mesti yogi í heimi sko. Bammbamm!

Er að gæla við þá hugmynd að skella mér í iðnó í haust og prófa fatiðnaðarbraut..
hmmm........................................hm!!! hMMMMMMMMMMM!!!!!!!!!!!!!

Keyrði framhjá milljón manns í gær sem voru í röð að bíða eftir Korn..
fussaði bara og sveiaði - ekki hefði ég nennt þessu .. jújú, korn voru break through fyrir rokk á íslandi ? Samt.. ef þeir hefðu ekki verið það , þá hefði bara eitthvað annað band verið það og kannski enst lengur heldur en þessir gaurar.
ég bara fíla ekki korn, i'm so sorry
en ég hlakka til að sjá damien rice og incubus og svona..
úff
ég mun fella tár á báðum tónleikunum
satt, satt er það