þriðjudagur, mars 30, 2004

Já..ég er alveg fáránlega ekki dugleg í bloggi - finnst eiginlega skemmtilegra að lesa annarra manna blogg heldur en að skrifa í mitt eigið..!
Fór í gærkveldi á fyrstu trio æfinguna mína- er með gítarleikara&bassaleikara
úr Fíh sem eru nett skondnir gaurar, það gekk svona frekar vel en það er ekki nú mikið að marka fyrstu æfinguna.

Fór svo á passion of christ í gærkvöldi -- mér til mikillar ógelði.. mér fannst hún alveg trufluð, fáránlega flott og listræn en hún var svo ofbeldisfull að mér var ekkert sama á köflum.. ég mun seint flokkast undir "nagla" að horfa á svona mynd en ég held að ég hafi ekkert verið ein um þetta..

Gibson er bara hardcore


Jesú sjálfur (jim caviezel) var alveg rosalega flottur þó að ég hafi aldrei meikað þennan leikara áður.. en hann sannaði sig algerlega... kúl líka að vita af því að hann sé alveg strangtrúaður gæji..



Mér fannst samt mest sick dæmi Satan (Rosalinda Celentano).. hún var algert ógeð...



Hún var bara svona milljón sinnum ógeðslegri í myndinni, geðveikt föl og með engin andlitshár og eikkvað..*hrollur*