laugardagur, mars 06, 2004

"...no, they won't be namin' no buildings after me.."

Já. Þegar frægðin kemur bankandi uppá hjá manni þá kemur "missa-kúlið" skríðandi inn um gluggann.
Í gærkvöldi var ég svo lucky bastard að koma fram með einhverjum færustu hljóðfæraleikurum íslands (björn thoroddsen, jón rafns, pabbi og erik quick) og fá að syngja 3 djassslagara fyrir heppna gesti.. jú, það vildi svo vel til að í Morgunblaðinu stóð að ég héti Erla Skúladóttir en tja, Stefánsdóttir er mitt nafn..svo komu 10 manns að horfa á tónleikana. þetta var alveg magnað ..
samt heppnaðist frekar vel..
keypti mér fín föt í retro og skartaði glænýrri gordjöss klippingu í boði gyðjunnar, var bara hress og hélt kúlinu.
Svo í kvöld er stefnan tekin í VeraHvergi (Hveragerði) á Snúllabar þarsem ég mun taka nokkra slagara með honum Jay og ég efast ekki um annað en að þetta verði dúndurstuð!
Pixies á Ísland.
Já takk sko.Algerlega ætla ég að sjá það...
hugmynd mín að fara að sjá Raekwon the chef nk.fimmtudagskvöld á gauknum var skotin mjög pent niður í boði lilju&arnars þannig að stefnan verður tekin á School of Rock í staðinn og svo strax á Ice-Crew fund/drive.
Alger snilld. gaman að þessu
ætla að henda mér uppí rúm og tsjila aðeins, það er nú einu sinni laugardagur.......................................................