föstudagur, október 04, 2002

já já góðan daginn.. þetta var nú súri morguninn :) ég lúllaði heima hjá magga í nótt og hann skutlaði mér heim áður en hann fór í vinnuna (Frí í dag sko..) og ég lagðist uppí nýja rúmið þeirra mömmu og pabba og steinsofnaði til hálf tvö eða eikkva..þá fór ég barasta í world class og í ljós og alger pæja núna er ég að bíða eftir kallinum því við ætlum eitthvað að spóka okkur, kringlan eða eikkva, veitiggi..

En ég fór á æðislega tónleika í gær, kvintett Sunnu Gunnlaugsdóttur og þar var einmitt hún Kristjana Stefáns að syngja sitt allra besta og þetta var ALLLLGERT æði.. en vá hvað Kaffi Reykjavík er ÖÖÖmurlegur staður fyrir eitthva sona skemmtilegt..sá aftan á Sunnu og hausinn á Kristjönu.. ? jeij..
en þetta voru mest allt lög eftir Sunnu og búin til við ýmis ljóð, t.d. eftir Stein Steinarr, Tómas G og marga fleira og toppurinn á kvöldinu var án efa þegar "Fagra Veröld" var tekið..þá fór sko mín að tárast og fá gæsahúð.. Sunna er KILLER píanisti og lagaskáld og bassaleikarinn og trommarinn (sem var einmitt kærastinn hennar Sunnu) sem eru báðir erlendir voru þvílíkt klárir ég man ekkert hva þeir heita samt.. hið besta kvöld að baki, plús 1 líter af bjór... ekki amalegt, en klósettferðir á jazz tónleikum eru EKKI skemmtilegar..
Anyway ég ætla að reka á eftir kallinum og svo er það bara heví góður matur ala mamma í kvöld og ég hlakka svo til..eitt af mínu uppáhalds : Kjúklingafajitas... grrrrr..... *slef* þá veit ég ekki svo hvaða ferð minni verður haldið eftir það en vonandi eitthvert skemmtilegt...