fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Svei mér þá..

Það verður bara brettamót á laugardaginn! Brim ætlar að halda brettamót og einhver bönd að spila -- þetta er bara dejavu! Var einmitt að rifja upp um daginn hvað maður fór oft niðrá Ingólfstorg að horfa á brettamót og alltaf eitthvað að gerast...
Bara vona að það verði svona veður áfram, þá verður þetta sjúklega góð stemning !
Er soðin eftir daginn, reyndi að njóta mín í sundi en afþví að öll Evrópa ákvað greinilega að smalast saman í lauginni flúði ég bara, the hero that I am, heim til mín útí garð með öllum geitungunum......


Las annars geðsjúka bók um daginn, sem heitir Angels&Demons eftir Dan Brown(skrifaði líka Da Vinci lykilinn) - mér fannst hún eiginlega skemmtilegri en Da Vinci lykillinn en það þarf nú ekkert að vera algilt.

Ætla að demba mér í sturtu, mamma ætlar að grilla namminamm og svo bara rokktónleikar á ellefunni í kvöld... taka daginn með trompi bara!