JAHÉR. Hef ekki nennt að skrifa í meira en mánuð núna - hversu slæmt er það ?
Málið er að það er í "vinnslu" ný síða, ekki þetta blogger dæmi -- það verður good stuff að vera komin loksins með ekta síðu... Ekta myndavitleysa og allt..
Hvað gerðist hjá Erlu meðan hún fékk bloggofnæmi? Jú, við hjúin með dýrin vorum ein heima í 3 vikur meðan familían skrapp til Kína - fórum svo til Köben í 10 daga þarsem ég er tiltölulega nýkomin heim, það var sjúklega heitt og miðað við hvað maður fer stækkandi þá var þetta frekar erfitt ferðalag.. en þetta var gaman en það var jú gott að komast heim...
Ástin er yndisleg og lífið er heitt - 25 stiga hiti áðan ? hvað er þetta...
Bumbubúinn fer stækkandi, vaxandi og gerir ekki margt annað en láta vita af sér... algert æði... Fékk aðra dagsetningu á hvenær geimveran lætur sjá sig, 17.des, noh það er ekkert annað bara búiðað flýta um rúma viku - bammbiramm...
Byrjaði í óléttusundi í dag, sundleikfimi hljómar leim en hryllilega tók þetta á ... Svona er þetta...
En ojæja..ég verð ábyggilega örlítið duglegri að skrifa en..... who gives a crap anyway?