þriðjudagur, febrúar 10, 2004

. : .. Can't take my eyes off you... : ..

Já. Sóberlífið hjá mér er með því rólegasta sem ég hef kynnst -- og það er bara ekkert nema gott stöff sko! Tók helginni alveg sjúklega rólega, svaf vel og lengi og átti gott tsjill með fögrum manni... Sem var einmitt að fá sér alveg mother cool tattú í gær.. til hamingju með það (aftur) .. :)

Ég er búin að vera full af listsköpun svona uppá síðkastið, búin að taka mig til og mála smá, teikna og er í sífellu að semja einhverja lagabúta í hausnum..
Ég er ekki frá því (Og nú hafi hver sína skoðun fyrir sig .. ) eins og heilarinn minn sagði mér um daginn -- að áfengið skemmi listsköpunina.. Fyrir þann sem er listrænn og hefur mikla þörf fyrir að skapa og vera með fingurna í einhverju kreatífu, þá er drykkja algert bann sko.. Og án gríns -- svona eftir að ég ákvað að taka mér pásu þá þyrmist þetta bara svona yfir mig...
Ég er ekki að segja að ég eigi eftir að vera sóber for the rest of my life -- en ég er allavega ekki á þeim nótum að fara að djamma eitthvað eins og ég hef verið að gera. Það er margt annað sem ég hef að gera við tímann, sjálfa mig og heilsuna og svo margt sem maður getur gert fyrir aðra heldur en sjálfan sig! Hvar er svona "Júnætið" í heiminum þessa dagana ? Það er einsog maður verði bara að standa einn í öllu sem viðkemur að bjarga sér.
"I saw her at the seashore with a great big pan -- there was Hannah pouring water on a drowning man" er mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um þetta en þetta er lag um Cold Hearted Hannah sem ég á með Ellu Fitz. sem er náttúrulega ekkert nema snilldin.

Ókei .. þannig að. Maður á að vera góður við hvorn annan! Koma fram einsog maður vill að komið sé fram við sig sjálfan..

Kannski er ég svona rugluð í hausnum útaf því að ég er alveg nýkomin úr jóga og var að reyna að sigrast á ýmsu dóti .. maður á bara eitt líf og af hverju í ósköpunum ekki að reyna að njóta þess í botn og kynnast öllu því sem maður getur..
Hvers vegna að sætta sig við eitthvað minna ?

Ég get ekki hætt að skrifa! Ah! Ég ætla samt að hætta

Rock On !