It's a bitter world
Nú er ég búin að vera að vinna allar helgar í desember og so far í janúar - verð að vinna næstu helgi líka.. Það er svoo langt síðan að ég hef átt góða og hressa helgi, hvort sem það er djamm eða sprell ! Þarnæsta helgi verður semsagt fríhelgi hjá mér - ég ætla sko að nýta mér hana.
Fregnir af mér?
*Ég er orðin kona einsömul
*Fór í yoga í dag og það var geðveikt!
*Hlakka til að fara á Converge á morgun
*Hlakka ekki til að eyða 1200 kalli samt..ég á ekki dime
*Get ekki beðið eftir að það komi maí svo ég komist til englaborgarinnar (LA)
*Ég veit ekki hvað ég á að fá mér í Skífunni á morgun þegar ég skipti jólagjöfum
*Mig langar samt í Kill Bill sándtrakkið
*Mér finnst ýkt gaman í tónfræði þegar ég skil hvað er að gerast
*Ég skildi allt í dag
*Ég held með Brain Police á Íslensku tónlistarverðlaunum þrátt fyrir að vera kona einsömul
*Mig langar í súkkulaði.. after eight eða toblerone
*Ef einhver fattar þetta súkkulaði komment þá er það frábært
:) Takk fyrir það!
ætla að skríða uppí rúm og láta lífið á meðan ég horfi meira á Muse dvdið mitt
magnað alveg