Er búin að vera massa nörd að lesa og finna mér útskriftarátfitt....
keypti mér einsog eitt stykki pils i dag, sem var mjög skemmtilegt ... !!!
Var að leggja lokahönd á að klára boðskortin fyrir stúdentsveisluna og ég gerði kortin
og umslögin og allt allt alveg sjálf.. ýkt dugleg.. en ég var engan veginn að nenna því.
kostaði samt engan pening - sem er mjöööög gott.
Hef ekki mikið að segja af sökum þreytu og leiðinda nema það að ég fór á stórkostlega
bíómynd í gær... The Pianist - ég er búin að vera á leiðinni að sjá þessa mynd síðan hún
kom í bíó og loks fór ég á hana í gær, í fylgd með Magga.. Málið við svona myndir... það er
búið að búa til svo ótrúlega margar myndir sem tengjast þessu gyðinga dæmi.. og satt að segja
var ég orðin nett þreytt á stríðsmyndum, fyrir utan hina ljúfsáru La Vita E Bella sem að
hvert mannsbarn ætti að horfa á til að sjá hlutina í öðru ljósi... anywho...
þessi mynd var ótrúlega flott og vel gerð. En málið var.. að ég var e-ð ofboðslega "fragile" þegar ég
fór í bíóið og lét hana ganga rosalega nærri mér (þetta er næstum því asnalega fyndið að skrifa...
..en samt satt) .. ég varð ógeðslega reið útí mannkynið einsog það leggur sig og þá aðallega Hitler
og rest og hvað fólk getur verið .. ef viðbjóðslegt væri bara nógu sterkt orð.. að ákveða það að útrýma
öllum gyðingum og stofna hinn fullkomna kynstofn... What's wrong with you!!!! GOD!!!!!!! ég tautaði og
skammaðist alla leiðina heim frá Háskólabíói og uppí rúmi og dreymdi ekkert nema viðbjóð og sorg...
svo fór ég að skammast mín.. í gærkvöldi þeas.. þegar ég lá uppí rúmi og var að hugsa um hvað þetta
er að viðgangast í öllum heiminum í mismunandi útgáfum og hér er maður... sér viðbjóðinn á hvíta tjaldinu
og labbar svo útúr bíóinu, í fullkomna bílinn með cd player, í heitu úlpunni og með dkny húfuna...
mér leið svo ömurlega að eiga það gott og kunna ekki að meta það.. ég ætla hér með að skamma hvern
einasta Íslending sem ég þekki og þekki ekki, ef að þeir kunna ekki að meta það sem þeir hafa hér og nú.
ef ég gæti bara skrifað það sem er í gangi í hausnum á mér..
Anyway... Adrian Brody á algerlega óskarinn skilinn og ég fann meiraðsegja á netinu mynd af sjálfum
wladyslaw szpilman gæjanum sem þessi mynd er byggð á...
þetta er hinsvegar Adrian sjálfur